Fimmtudagur, 13. júlí 2023
Biden býđur Rússum Austur-Úkraínu
Biden forseti Bandaríkjanna segir Úkraínu fá ađild ađ Nató eftir friđarsamninga viđ Rússa. Hér talar Biden eins og blađafulltrúi Pútín forseta Rússlands.
Rússar hófu stríđsađgerđir gegn Úkraínu ţegar landiđ var á hrađferđ inn í Nató. Úkraínski herinn var og er fjármagnađur og ţjálfađur af Nató. Ađeins formsatriđi ađ sippa landinu inn í vestrćna hernađarbandalagiđ.
Eftir ađ Rússar hófu hernađarađgerđir fyrir hálfu öđru ári var ekki hćgt ađ kippa Úkraínu inn í Nató án ţess samtímis ađ lýsa stríđi á hendur Rússlandi.
Krafa Rússa er ađ Úkraína verđi hlutlaust ríki á milli Rússlands og Nató-ríkja. Nćst skásti kostur Rússa er ađ leggja undir sig suđur- og austurhluta Úkraínu. Afgangurinn af Úkraínu gćti orđiđ Nató-ríki, Rússar vćru komnir međ varnarbelti. Vestur-Úkraína vćri lítiđ ríki, fátćkt af náttúruauđlindum. Til lengri tíma litiđ vćru Rússar međ álíka áhyggjur af Vestur-Úkraínu og Finnlandi.
Friđarsamningar munu taka miđ af stöđunni á vígvellinum í Garđaríki. Sumarsókn Úkraínu er runnin út í sandinn. Rússar eiga nćsta leik.
Afstađa Biden er nánast tilbođ til Rússa ađ yfirtaka ţá hluta Úkraínu sem ţeir telja sig ţurfa en leyfa Vestur-Úkraínu ađ ganga í Nató. Pútín tekur tilbođinu enda er ţađ rausnarlegt.
![]() |
Engin NATO-ađild međan stríđ geisar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Landfrćđilega vćri Dnjepr-fljót tilvalin landamćri, eins og ég hef bloggađ um áđur og hvađ hugmynd Biden´s snertir, ţá er hún geranleg, líkt og t.a.m. Slésvíg-Holstein eru dćmi um, annađ en hćgt er ađ segja um púđurtunnuna Kósóvó eđa hörmungar Palestínu.
Jónatan Karlsson, 14.7.2023 kl. 07:22
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.