Biden býður Rússum Austur-Úkraínu

Biden forseti Bandaríkjanna segir Úkraínu fá aðild að Nató eftir friðarsamninga við Rússa. Hér talar Biden eins og blaðafulltrúi Pútín forseta Rússlands.

Rússar hófu stríðsaðgerðir gegn Úkraínu þegar landið var á hraðferð inn í Nató. Úkraínski herinn var og er fjármagnaður og þjálfaður af Nató. Aðeins formsatriði að sippa landinu inn í vestræna hernaðarbandalagið.

Eftir að Rússar hófu hernaðaraðgerðir fyrir hálfu öðru ári var ekki hægt að kippa Úkraínu inn í Nató án þess samtímis að lýsa stríði á hendur Rússlandi.

Krafa Rússa er að Úkraína verði hlutlaust ríki á milli Rússlands og Nató-ríkja. Næst skásti kostur Rússa er að leggja undir sig suður- og austurhluta Úkraínu. Afgangurinn af Úkraínu gæti orðið Nató-ríki, Rússar væru komnir með varnarbelti. Vestur-Úkraína væri lítið ríki, fátækt af náttúruauðlindum. Til lengri tíma litið væru Rússar með álíka áhyggjur af Vestur-Úkraínu og Finnlandi.

Friðarsamningar munu taka mið af stöðunni á vígvellinum í Garðaríki. Sumarsókn Úkraínu er runnin út í sandinn. Rússar eiga næsta leik.

Afstaða Biden er nánast tilboð til Rússa að yfirtaka þá hluta Úkraínu sem þeir telja sig þurfa en leyfa Vestur-Úkraínu að ganga í Nató. Pútín tekur tilboðinu enda er það rausnarlegt.


mbl.is Engin NATO-aðild meðan stríð geisar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Landfræðilega væri Dnjepr-fljót tilvalin landamæri, eins og ég hef bloggað um áður og hvað hugmynd Biden´s snertir, þá er hún geranleg, líkt og t.a.m. Slésvíg-Holstein eru dæmi um, annað en hægt er að segja um púðurtunnuna Kósóvó eða hörmungar Palestínu.

Jónatan Karlsson, 14.7.2023 kl. 07:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband