Mesta eldgos frá upphafi mælinga

Nýhafið eldgos við Litla-Hrút er það mesta á Reykjanesi frá upphafi mælinga.

Og?

Er það merkilegt?

Nei, svona álíka og viðtengd frétt um að ,,fyrsta vikan í júlí var sú heitasta síðan mælingar hófust."

Náttúruferlar, hvort heldur jarðhræringar eða veðurfar, eru aðeins eldri en mælitæki manna. Það munar sirka 4,5 milljörðum ára.

Ef eitthvað er mest í náttúrunni hlýtur að vera til minnst. Á milli mest og minnst ætti að vera kjörstaða.

Hver er þá kjörhiti jarðar?

Kjörhiti jarðar er ekki til. Ekki frekar en kjörfjöldi eldgosa.

Fréttin um ,,heitustu viku frá upphafi mælinga" er merkingarlaus. Alveg eins og fyrirsögnin á þessu bloggi.

 


mbl.is Heitasta vikan frá upphafi mælinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... og svo er það verkfræðingurinn sem sótti veður mælingar á þjóðskjalasafn og bar saman við kommúnistamælingar veðurstofunnar og uppskrar FB bannfæringu fyrir vikið.

Guðjón E. Hreinberg, 11.7.2023 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband