Þekktur blaðamaður sveik undan skatti

Þekktur blaðamaður sveik tugi milljóna króna undan skatti með því að gefa ekki upp leigutekjur af húsnæði er auglýst var til leigu á Airbnb. Blaðamaðurinn er áberandi í faglegri umræðu um fjölmiðla og gegnir trúnaðarstöðu.

Skatturinn, áður skattrannsóknastjóri, fékk fyrir þremur árum upplýsingar frá höfuðstöðvum Airbnb um leigutekjur íslenskra leigusala. Blaðamaðurinn hafði í áravís leigt út húsnæði til ferðamanna í gegnum Airbnb án þess að telja leigutekjurnar fram til skatts. Eftir að upp komst færði blaðamaðurinn útleiguna í hlutafélag.

Fjárhæðin sem stungið var undan skatti nemur tugum milljóna króna. 

Blaðamanninum var gert að endurgreiða vangoldinn skatt með 25 prósent álagi.

Eins og tilfallandi lesendur vita segja fjölmiðlar ekki fréttir af afbrotum blaðamanna, allra síst er í hlut eiga ritstjórnir RSK-miðla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú dámar mér ekki.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.7.2023 kl. 08:59

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hægri menn mega eiga það að svíki þeir undan skatti þá gera þeir það án siðapredikana. 

Ragnhildur Kolka, 4.7.2023 kl. 09:34

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hver hefur svo sem ekki svikið undan skatti þekktur eða óþekktur? 

Sigurður I B Guðmundsson, 4.7.2023 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband