Fimmtudagur, 29. júní 2023
Kvika og þögn Kristrúnar um Íslandsbanka
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar segir fátt um Íslandsbankamálið, ólíkt formönnum allra annarra stjórnmálaflokka. Ástæðan er Kvika, fjárfestingabanki, sem hyggst ná eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka með samruna.
Kristrún var þar til fyrir skemmstu aðalhagfræðingur Kviku. Hún hagnaðist um 100 milljónir króna á kaupréttarsamningum.,,Ég datt í lukkupottinn," sagði Kristrún.
Íslandsbankamálið, sem nú er til umræðu, er aðeins undanfari að yfirtöku Kviku á Íslandsbanka. Til að samrunaferli Kviku og Íslandsbanka þarf að þegja um hvað sé á ferðinni - ríkiseigum komið yfir á einkaaðila á útsöluprís.
Samfylkingin hefur frá stofnun verið fimmta herdeild auðmanna. Með formennsku Kristrúnar er innvígð og smurð auðkona í kjörstöðu að hjálpa baklandi sínu að ,,detta í lukkupottinn."
Athugasemdir
Reynslan hefur verið sú að þar sem eru miklir peningar - eins og í bönkum - þar er einatt spilling einhversstaðar. Ekki er gott að segja með Kviku, en eitthvað segir manni að fólk sem virðist sem englar en hafi þó tækifæri til aukagróða sé ekki alveg laust við spillingu, eins og kom í ljós með Íslandsbanka.
Þar fyrir utan er vinstristefnan/jafnaðarstefnan/glóbalisminn einn stór glæpur gegn almenningi og þjóðríkjunum. Það sannast á því að ríkustu glóbalistarnir eins og George Soros, sem eiga um 99% af öllu fé mannkynsins geta ekki hafa hagnazt öðruvísi en með bolabrögðum. Þessir sömu græða einnig gríðarlega á flóttamannaiðnaðinum sem er ásamt eiturlyfjabrasi og vændi atvinnuvegirnir þar sem veltan er mest, sérstaklega á Íslandi og í Svíþjóð, þar sem þjóðfélögunum er nauðgað með það í huga að gera þau að nýlendum fyrir glóbalistana sem eru ríkastir.
DV var með netgrein um það í vetur að mesti vöxturinn á Íslandi væri eins og í Svíþjóð í glæpum, eiturlyfjabraski, mansali, flóttamannaiðnaði, undirlaunuðum verkamönnum. Þá kom einhver glóbalistinn og sagði víkingana hafa verið glæpahyski.
Munurinn er sá að þeir byggðu eitthvað upp. Glóbalistar og vinstrimenn búa til samfélag letingja og landeyða, vímuefnaneytenda sem fremja sjálfsmorð, femínista sem þjást og þjá aðra.
Frankfurt skólinn og glóbalisminn skilja eftir sig auðn, fæðingum fækkar og óhamingja eykst, geðlyfjanotkun og hvaðeina.
Jafnvel þeir innfluttu fara í sama farið, allur dugnaður gufar upp. Þjóðfélagsgerðin er ónýt á Vesturlöndum.
Ef femínismi yrði gerður refsiverður og önnur hryðjuverkastarfsemi væri það spor í rétta átt. Núverandi stjórnvöld gera um það bil allt rangt. Stuðla að útrýmingu þjóðarinnar og bóluhagkerfi.
Ingólfur Sigurðsson, 29.6.2023 kl. 10:50
Já, og fyrir stuttu bárust fréttir af því að uppvakningur, nánar tiltekið fyrrum Hrun-bankamálaráðherrann Björgvin nokkur Sigurðsson, hyggist reyna að koma Samspillingunni sem næst kjötköttlunum að nýju með því að bjóða sig fram fyrir hönd flokksins í næstu Alþingiskosningum.
Daníel Sigurðsson, 29.6.2023 kl. 12:01
Öll þessi spilling er orðin svo sýnileg að fyrst núna láta menn af tryggð við flokka sem þeim hefði aldei dottið í hug að hafna;Eða sú er mín upplifun.Kannski verða þeir búnir að geirnegla búrið sem er afkomendum okkar ætlað,? Við megum engan tíma missa.
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2023 kl. 14:41
ÞEIR;Glóbalistar.
Helga Kristjánsdóttir, 29.6.2023 kl. 14:44
Kvika og Íslandsbanki slíta viðræðum um sameiningu
Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2023 kl. 17:07
Ég er nú alveg sannfærður um að eignasafn Kviku sé ofmetið
og raunveruleg ástæða fyrir sliti "viðræðanna" sé að ekki er lengur til staðar óhæfur bankastjóri sem samþykkti mat Kviku athugasemdarlaust
Grímur Kjartansson, 29.6.2023 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.