Miðvikudagur, 28. júní 2023
Finnur fórnar Birnu, verður Íslandsbanka stolið?
Finnur Árnason stjórnarformaður Íslandsbanka knúði Birnu bankastjóra til að segja upp störfum klukkan fjögur í nótt. Þjófnaður Kviku á Íslandsbanka, kallaður samruni, er í húfi. Með því að fórna Birnu vonast Finnur til að fá frið til að koma Íslandsbanka í hendur Kviku.
Samrunaferli milli Kviku og Íslandsbanka hófst í vetur leið. Viðskiptablaðið birt frétt um málið:
Forstjóri Kviku telur samruna bankans við Íslandsbanka vera tækifæri til að auka samkeppni á markaðinum.
Kvika er froðufélag líkt og mörg fyrir hrun. Kvika stendur ekki fyrir rekstur heldur stækkun, eins og tifallandi rakti í vetur. Bankamenn trúa eigin blekkingum, það gefur svo vel í aðra hönd. Fákeppni er samkeppni.
Lögbrot Íslandsbanka við sölu á hlut ríkisins er smápeningur miðað við fyrirhugaðan þjófnaðarsamruna.
Tökum forstjóra Kviku á orðinu og látum Landsbankann yfirtaka Íslandsbanka. Öflugur ríkisbanki myndi stórauka samkeppni á fjármálamarkaði. Spyrjið bara Marinó Örn Tryggvason forstjóra Kviku.
Birna segir upp störfum og Jón Guðni tekur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fleiri ættu að feta í fótspor hennar og hætta. Allir sem komu að þessum gjörningi ættu að hætta. Persónulega hef ég ekki samúð með henni, nema hve blind hún er á eigin verknað. Birna hefur riðið feitum hesti frá bankanum.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 28.6.2023 kl. 09:31
Á fólk að trúa því að stjórnarformaður Íslandsbanka hafi ekki haft hugmynd hvað var í gangi. Ekki hann ég.
Sigurður I B Guðmundsson, 28.6.2023 kl. 11:10
Kvika minnir um margt á Atorku
Kaupa fyrirtæki og bókfæra þau á mun hærra verði.
Eða gera einsog Fons og selja fyrirtæki á milli eigin fyrirtækja á sífellt hærra verði
Þetta er ekkert séríslenskt fyrirbæri ég horfði um daginn á þátt um þýzka fyrirtækið Wirecard sem fór með himinskautum og skilaði hagnaði ár eftir ár með sömu brellum. Keypti m.a. smáfyrirtæki á Indlandi og bókfærði það sem margmiljarða evra eign í bókhaldinu áður en allt hrundi í júní 2020 en þá var €1.9 billion munur á raunvirði og skráðu bókhalds virði.
Wirecard reportedly had five thousand employees and was processing payments for a quarter of a million merchants, including major airlines and grocery chains.
Grímur Kjartansson, 28.6.2023 kl. 16:34
Þá er ég úti á túni,hélt að Finnur væri kominn í skákina svellkaldur og fórnar drottningu.
Þegar allt er leiðinlegt skemmta þeir okkur.
Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2023 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.