Pútín-ímyndin er vestræn sjálfsblekking

Vestræna elítan telur sjálfri sér trú um að stríðið í Úkraínu sé einkaframtak Pútín forseta Rússlands. Ef Pútín væri ekki með breiðfylkingu valdahópa í Moskvu að baki sér væri löngu búið að ryðja honum úr vegi.

Stríðið í Úkraínu snýst um öryggishagsmuni rússneska ríkisins. Úkraína sem Nató-ríki ógnar tilvist Rússlands. Tilfallandi blogg útskýrir:

Á leiðtogafundi Nató-ríkjanna í Búkarest í Rúmeníu 3. apríl 2008 var gefin út sameiginleg yfirlýsing. Í 23. lið yfirlýsingarinnar segir:

Nató fagnar vilja Úkraínu og Georgíu til samstarfs þvert á Atlantshafið og aðildar að Nató. Við samþykkjum í dag að þessi ríki verði til framtíðar aðilar að Nató.

Rússar sögðu ítrekað að Nató-aðild Úkraínu og Georgíu ógnaði öryggishagsmunum Rússlands. Á landakorti er Úkraína eins og skammbyssa beint að Moskvu. Í beinu framhaldi af Búkarestfundinum, gera Rússar innrás í Georgíu, í ágúst 2008, sem er lítið land og auðunnið rússneskum herjum.

Úkraína er landmesta land Evrópu, utan Rússlands, og enginn hægðarleikur að sigra það, eins og raun hefur orðið á. Úkraína er t.d. 70% stærra en Þýskaland að landflæmi.

Meint valdaránstilraun Jev­gení Prigó­sjín stjóra Wagner-málaliða lauk með samningum um að hann hypjaði sig til Lúka­sj­en­kó í Hvíta-Rússlandi. Almennt er litið á Lúka­sj­en­kó sem vikapilt Pútín og Hvíta-Rússland sem sambandsríki Rússlands.

Tilfallandi blogg gerði því skóna í gærmorgun að meiri líkur en minni væru á að valdaránstilraunin hafi verið sviðsett, með vitund og vilja ráðamanna í Kreml. Þýskur ofursti, Roland Kather, hlynntur málstað Úkraínu, sagði í gærkvöld og það væri vel mögulegt. Bandarískur álitsgjafi segir dæmið ekki ganga upp sem alvöru tilraun til valdaráns.

Ef Jev­gení Prigó­sjín stóð í raun og sann fyrir tilraun til valdaráns verður honum komið fyrir kattarnef í Hvíta-Rússlandi. Ekki vegna þess að Pútín er hefnigjarn maður heldur vegna öryggishagsmuna rússneska ríkisins. Það verður ekki látið viðgangast að maður með jafn mikið undir sér og Prigó­sjín fremji landráð fyrir opnum tjöldum og lifi í vellystingum praktuglega í bandalagsríki.

Sé aftur um að ræða hannaða atburðarás, n.k. brunaæfingu, verða dregnir lærdómar af. Katrín forsætis vekur athygli á einum . ,,Hún seg­ir för Wagner-málaliðahóps­ins í átt að Moskvu hafa komið á óvart og þá sér­stak­lega hraðinn sem sveit­irn­ar voru á í gegn­um landið." Ef viðbúnaður við hættuástandi er slakur verður hert á. Einhverjir hausar gætu fokið, ekki endilega í bókstaflegum skilningi. 

Rússnesk stjórnmálamenning býr að lifandi minningu um hrun tveggja heimsvelda, keisaradæmisins 1917 og Sovétríkjanna 1991. Ekki eru líkur á rússneska þjóðin óski eftir endurtekningu á þeim atburðum. Í hvorugu tilfellinu urðu afleiðingarnar þekkilegar.

Vestræna sjálfsblekkingin að Úkraínustríðið sé einkaframtak Pútín byrgir sýn á þá sannfæringu helstu valdahópa í Moskvu að yrði Úkraína Nató-ríki væri Rússland orðin vestræn hjálenda. Eftir 1917 og 1991 var það reynt. Í bæði skiptin sögðu Rússar njet. 

 

 


mbl.is „Ára Pútíns hlýtur að vera beygluð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Fréttir helgarinnar framkalla fleiri spurningar en svör, enda allt með ólíkindablæ. Dæmi: Enginn herforingi með fullu viti myndi láta sér detta í hug að hægt væri að sækja að sækja að höfuðborg herveldis með því að aka þangað á fleygiferð eftir hraðbrautum, því á slíkri leið eru menn auðveld skotmörk og unnt að stráfella alla með loftárásum. Það var t.d. gert þegar íraski herinn hörfaði frá Kúveit 1991. Íslenskir stjórnmálamenn sem hafa ekki hundsvit á hernaði ættu að tjá sig sem minnst um þessi mál og tala þá mjög varlega. 

Arnar Þór Jónsson, 26.6.2023 kl. 10:35

2 Smámynd: rhansen

Gæti ekki verið meira sammála Arnari  ..., Maður fær stundum hroll af kjana blaðri !

rhansen, 26.6.2023 kl. 13:30

3 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

sumir segja að i staðin f að færa hetin til hvita russlands þa de moskva a lata lita ut eins og um flotta wagner se að ræða t hvita ruslands.. en þetta kemur i kjolfar kjarnavopna sem russar hafa staðsett i hvita russlandi og fta hvitaa russl eru einungis 100 kilomwtrar til KIEV !!!

buið et a koma wagner þar fyrir.

Lárus Ingi Guðmundsson, 26.6.2023 kl. 21:24

4 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Ef Prigó hefði ekki sett þennan usla á svið, hefði veldi hans í rúmlega 23 löndum utan Rússlands hrunið, undan ágjöf "augnanna fimm." Hitt er annað, að Pútín gat þjappað embættum landsins og óblöstum saman, mælt stöðuna á CIS og CSTO, mælt stuðning sinn hjá fleiri stórum aðilum í alþjóðamálum, og afsannað stöðugan áróður "einangraðra, gjaldþrota og vopnlausra vesturvelda" um að stjórn hans sé að hruni komin.

Soldið stór flétta og fáir ná utanum hana.

Guðjón E. Hreinberg, 27.6.2023 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband