Ég er köttur, sagði barnið

Kennari í breskum skóla skammaði nemanda fyrir að samþykkja ekki að samnemandi gæti verið köttur. Atvikið náðist á upptöku þar sem 13 ára stúlka er ásökuð af kennara um fyrirlitlega framkomu. Stúlkan vann sér það til sakar að fullyrða að manneskja gæti ekki verið köttur.

Manneskja getur verið hvað hún vill, sagði kennarinn, stelpa getur verið strákur, strákur stelpa eða köttur. Telegraph segði fréttina  á sunnudag.

Á mánudag vatt málið upp á sig. Kemur í ljós að transhugmyndfræðin í breskum skólum gerir ráð fyrir að nemendur geti verið af ólíkum dýrategunum, t.d. hestar eða risaeðlur. Einnig dauðir hlutir, eins og fylgihnöttur jarðar. Kennarar, forritaðir af sértrúarhópum, telja þetta góða latínu.

Í gær gekk talsmaður breska forsætisráðherrans fram fyrir skjöldu vegna málsins. Það gengur ekki að kenna sig við framandi dýrategundir, hvort heldur hesta eða útdauðar risaeðlur. Enn síður að nemendur séu tungl eða annað á sveimi i sólkerfinu.

Réttlætiskennd barna er misboðið. Ef stelpa getur verið strákur hvers vegna má hún ekki allt eins vera köttur, hestur eða bókahilla?  

Talsmaður forsætisráðherra Bretlands þarf að stíga fram og útskýra að börn geti ekki verið hlutir eða útdauðar dýrategundir. Sú var tíð að kyn og tegund mannsins þvældist ekki fyrir einum eða neinum. En þegar dómgreindinni er varpað fyrir róða og hlutlægur veruleiki víkur fyrir ímyndun er ekkert stopp á rússíbanareiðinni inn í fáránleikann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Ég er ánægður með þessar þróun. Leyfa vitleysunni að fara út yfir allan þjófabálk þannig að grípa verður í taumana. Þannig býður málstaðurinn óbætanlegan hnekki.

Helgi Viðar Hilmarsson, 21.6.2023 kl. 09:25

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef um allt þrýtur gæti þetta orðið stærsta mál sem Georg III þarf að takast á við á valdatíma sínum.

Ragnhildur Kolka, 21.6.2023 kl. 09:31

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Getur verið hentugt hér á landi að mega skilgreina sig sem dýrategund, þar sem erfitt er að  að fá tíma hjá heimilislækni þá gæti fólk pantað tíma hjá dýralækni, stutt bið þar. Þarf bara að vara sig á að dýralæknirinn ráðleggi ekki að láta lóga manni. 

Anna Björg Hjartardóttir, 21.6.2023 kl. 12:52

4 Smámynd: rhansen

Það er nu ekki svo  ykjalangt fra þesu kenningarnar þer  heyrist manni á sumum , en þetta er liklega tima bilið sem maður hefur lesið um á einstaka stað ..".þegar mennirnir taka djöfla tru " ?

rhansen, 21.6.2023 kl. 15:37

5 Smámynd: rhansen

Ath. KENNINGARNAR HER ,á að standa i pistlinum !

rhansen, 21.6.2023 kl. 15:39

6 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Vonum að það fari ekki illa fyrir stelpunum sem neita að skilgreina skólasystkin sem kött. Kennari á Nýja Sjálandi fékk að fjúka, ekki bara úr starfi heldur missti starfsleyfi sitt. Öfgakenningar yfirtaka brátt mannveruna, Teacher struck off after refusing to use student's pronouns (1news.co.nz)

Helga Dögg Sverrisdóttir, 21.6.2023 kl. 16:24

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð hugmynd Anna Bjørg. Mæta bara hjá dyralækninum og segjast vera hestur með covid og ivermectin afgreitt á staðnum. 

Ragnhildur Kolka, 21.6.2023 kl. 19:23

8 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Einu sinni var hestur gerður að senator. 

Við lifum slíka tíma.  

Alveg í botn. 

Baldur Gunnarsson, 21.6.2023 kl. 19:49

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Las pistil Páls Vill,í morgun og enn bætist í athugasemdir fréttar Telegraph um vandlætinga breim (var líklega kona) kennara,að nemi samþykkti ekki staðhæfingu annars að hann væri köttur. Sé fyrir mér kennarann uppgötva myndbandið brokkandi efins inn í fáránleikann.

Helga Kristjánsdóttir, 22.6.2023 kl. 00:16

10 Smámynd: Grímur Kjartansson

Grímur Kjartansson, 22.6.2023 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband