Mánudagur, 19. júní 2023
Helgi Seljan öruggur í augum lögreglu
Helgi Seljan hefur hvorki verið yfirheyrður sem vitni né sakborningur í byrlunar- og símastuldsmálinu þar sem Páli skipstjóra Steingrímssyni var byrlað og síma hans stolið.
Helgi var i reglulegum samskiptum við andlega veika eiginkonu Páls skipstjóra, sem verður ákærð fyrir að byrla þáverandi eiginmanni sinum, stela síma hans og afhenda blaðamönnum til afritunar. Þegar konan var nauðungarvistuð á sjúkrastofnun, hún þótti hættuleg sjálfri sér og öðrum, krafðist hún þess að Helgi Seljan yrði látinn vita.
Þegar Páli var byrlað, 3. maí 2021, var Helgi fréttamaður á Kveik undir ritstjórn Þóru Arnórsdóttur. Vikurnar áður hafði Helgi látið lítið á sér bera, eftir að hafa fengið áfellisdóm um alvarlegt brot siðareglum RÚV í tengslum við Namibíumálið.
Í apríl keypti Þóra Samsung-síma sem notaður var til að afrita síma Páls skipstjóra þegar hann kom til RÚV 4. maí. Einhver sá um samskiptin við eiginkonu skipstjórans í aðdraganda byrlunar. Það þurfti að komast að því hvernig símtæki hann notaði, hvenær hann yrði gerður óvígur og hvernig ætti að koma koma símanum á Efstaleiti.
Hver er skýringin að Helgi hefur ekki verið kallaður til yfirheyrslu, hvorki sem vitni né sakborningur?
Fyrsta fyrirköllun blaðamanna RSK-miðla (RÚV, Stundin og Kjarninn) var um miðjan febrúar 2022. Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson, Aðalsteinn Kjartansson og Þóra Arnórsdóttir voru boðuð í yfirheyrslu og fengu stöðu sakborninga. Síðar fékk Ingi Freyr Vilhjálmsson stöðu sakbornings.
Sakborningar fá, samkvæmt lögum, skýringar hvers vegna þeir eru kallaðir til yfirheyrslu. Þau fjögur sem boðuð voru til lögreglu í febrúar 2022 var gefið að sök að hafa misfarið með upplýsingar úr síma skipstjórans; brot á friðhelgi og stafrænt kynferðisofbeldi.
Lögreglan var með upplýsingar um aðkomu blaðamanna að skipulagningu tilræðisins gegn skipstjóranum. En þær upplýsingar voru í slitrum, skráð símtöl en ókunnugt innihald. Síðan hafa bæst við upplýsingar sem renna frekari stoðum undir þátt blaðamanna í aðdraganda tilræðisins, t.d. að Samsung-síminn var keyptur fyrir byrlun. Á Efstaleiti var vitneskja um að skipstjórinn yrði gerður ósjálfbjarga til að stela mætti síma hans, afrita og skila tilbaka án þess að hann yrði þess var.
Lögreglan boðaði Helga ekki til yfirheyrslu þar sem hún vildi ekki leggja fram efnisatriði málsins er auðvelduðu blaðamönnum að samræma frásögn sína.
Helgi Seljan fær boðun þegar rannsókn er komin á lokastig, rétt fyrir ákærur.
Athugasemdir
Best væri að fá þetta mál frá sem fyrst, ekki síst fyrir sakborninga og væntanlegan sakborning. Þetta egótrip þeirra hefur kostað þjóðina nóg. Spurning hvort að útvarpsstjóri sé saklaus.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.6.2023 kl. 07:54
Þetta verður lagað fáeinum vikum eftir að Trump verður sýknaður af öllum lagahernaðinum.
Guðjón E. Hreinberg, 19.6.2023 kl. 16:13
Já nema ef Biden eða einhver honum líkur nær aftur völdum gröfum við okkur dýpra í kanínuholuna, ekkert réttlæti.
Ég veit ekki hvar útvarpsstjóri RÚV stendur í þessu máli, en til að fá hlutlausa dagskrá þarf hægrimann á þennan vinnustað, eins og Markús Örn. Það hefur sannað sig að vinstrimenn standast ekki þá freistingu að hafa áhrif á dagskrána, því miður.
Ingólfur Sigurðsson, 19.6.2023 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.