Laugardagur, 17. júní 2023
Þóra krefst afsökunar, plottið með Finn Þór mistókst
Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV keypti í apríl 2021 síma sem notaður var til að afrita síma Páls skipstjóra Steingrímssonar á meðan hann var meðvitundarlaus í öndunarvél á gjörgæslu. Skipstjóranum var byrlað 3. maí. Símtækið sem Þóra var komin með í hendur nokkru áður fékk númerið 680 2140. Símanúmer Páls var 680 214X.
Þóra og RÚV birtu engar frumfréttir úr afrituðum síma skipstjórans. Fréttirnar birtu, samkvæmt skipulagi, samstarfsmiðlar ríkisfjölmiðilsins, Stundin og Kjarninn. Samheitið er RSK-miðlar. Skipulagið var á Efstaleiti, jaðarmiðlarnir, sem nú heita Heimildin, sáu um fréttaflutning.
Úr símanum 680 2140 var Þóra í reglulegum samskiptum við þáverandi eiginkonu Páls skipstjóra. Hún er andlega veik, hefur tvisvar verið nauðungarvistuð á sjúkrastofnun, talin sjálfri sér hættuleg og öðrum. Eiginkonan sá um byrlun og símastuld í samráði við blaðamenn.
Blaðamenn urðu þess áskynja sumarið 2021 að lögreglurannsókn væri hafin. Skipstjórinn hafði kært málið 14. maí þá um vorið.
Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins enda var Páli byrlað á Akureyri. Þóra og samstarfsmenn hennar á RSK-miðlum fengu veiku konuna til að banka upp á hjá héraðssaksóknara í Reykjavík í þeirri von að forræði rannsóknarinnar flyttist þangað og yrði sameinað Namibíumálinu svokallaða.
Sá sem fer fyrir Namibíumálinu hjá héraðssaksóknara er Finnur Þór Vilhjálmsson saksóknari. Bróðir hans, Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður er einn fimm sakborninga RSK-miðla. Plottið gekk út á að Finnur Þór myndi fella niður lögreglurannsóknina.
Sumarið 2021 var rannsókn enn á frumstigi. Enginn hafði verið yfirheyrður, hvorki eiginkona skipstjórans né blaðamenn. Þar af leiðir var enginn kominn með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkonan var sú fyrsta sem boðuð var í yfirheyrslu og það var ekki fyrr en 5. október 2021. Blaðamenn töldu að þeir gætu bjargað sér fyrir horn með því að rannsókn málsins flyttist til héraðssaksóknara þar sem Finnur Þór er fyrir á fleti.
Veika konan, forrituð af blaðamönnum, mætti óboðuð til héraðssaksóknara 10. september 2021 til að tjá sig um Namibíumálið og Samherja. Allar upplýsingar um þau mál hafði eiginkona Páls vitanlega fengið frá blaðamönnum enda hún aðeins tengd Samherja með hjónabandi við skipstjóra hjá útgerðinni. Ekki það að blaðamenn reyndu ekki að fá hana til verka. Í lögregluskýrslum eru samskipti sem sýna að heimsókn veiku konunnar til aldraðrar móður Þorsteins Más forstjóra Samherja var rædd. RSK-liðum er ekkert heilagt.
Lögreglufulltrúi tók á móti eiginkonu skipstjórans 10. september 2021 og kallaði til annan starfsmann embættisins, mögulega var það Finnur Þór eða undirmaður hans. Konunni hafði verið sagt að tilkynna að hún hefði upplýsingar um Namibíumálið sem hún vildi koma á framfæri. Það átti að vera tilefnið til að færa forræði rannsóknar á byrlun og símastuldi suður yfir heiðar.
Lögreglufulltrúinn sem tók á móti konunni skrifaði skýrslu, dagsett 14. mars í ár, 2023, þar sem hann greinir frá heimsókn konunnar. Þar segir að þáverandi eiginkona skipstjórans hafi verið ,,í mjög miklu andlegu ójafnvægi. Hún óð úr einu í annað og grét mikið."
Eiginkonan var buguð, fárveik andlega og undir stöðugum ágangi blaðamanna sem spiluðu á ranghugmyndir hennar um lífið og tilveruna. Héraðssaksóknari gat ekki notað játningar eiginkonu Páls sem rök til að taka yfir málið og sameina það Namibíumálinu. Upphaf Namibíumálsins var sérkennilegur fugl, Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. Það var of mikið í fang færst að sturlaður einstaklingur yrði látinn spinna framhaldsútgáfu málsins.
RSK-plottið um að flytja rannsókn á byrlun og símastuldi til Finns Þórs mistókst.
Þóra Arnórsdóttir er svekkt. Í gær var hún í viðtali hjá Vísi og krefst þess að lögreglurannsóknin verði felld niður og að hún verði beðin afsökunar á ónæðinu:
Ég bíð eftir niðurfellingu og afsökunarbeiðni. Það er svona um það bil mín afstaða í þessu.
Sumir myndu segja að það stæði upp á Þóru og sakborninga að biðjast afsökunar. En, auðvitað, þegar verðlaunablaðamenn eiga í hlut er ókurteisi að segja slíkt upphátt.
Athugasemdir
Surð um símann sagðist hún ekki vilja ,,fara niður á það plan"..
Guðmundur Böðvarsson, 17.6.2023 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.