Þriðjudagur, 13. júní 2023
Svali sannar orð Sigmundar Davíðs
Sigvaldi Kaldalóns, kallaður Svali, skrifaði færslu um drengjahóp sem rændi úlpu af ungum syni hans með því að króa hann af og hóta ofbeldi. Svali sagði drengjahópinn útlendan, sem hann líklega var, og fékk óðara að heyra það að hann væri rasisti.
Sigmundur Davíð gerði að umtalsefni íslenska Twitter-gengið sem fer í yfirgír þegar afleiðingar vanhugsaðar góðmennsku blasa við. Óheftur innflutningur útlendinga skapar félagsleg vandamál. Norðurlönd hafa lært sína lexíu, takmarka innflutning og gera kröfu um aðlögun þeirra sem fá landvist. Íslendingar eiga eftir að draga réttan lærdóm af reynslu frændþjóða.
Útlendingar sem hingað koma eru vafalaust hvorki betri né verri en við sem byggjum landið. En komi þeir of margir á skömmum tíma verða til vandamál sem hvorki er nýbúum til hagsbóta né þeim landsmönnum sem fyrir eru.
Sigmundur Davíð er nánast eini stjórnmálamaðurinn sem þorir að segja það sem margir hugsa: við verðum að temja okkur góðmennsku er tekur mið af þeirri staðreynd að Íslendingar eru örþjóð. Óheft aðgengi að opinberum gæðum skilur eftir sig sviðna jörð.
Glæpagengi selja Ísland sem áfangastað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við stefnum óðfluga í sömu átt og svíar
þar sem krakkarnir fá inngöngu í glæpagenginn ef þau skjóta einhverja
Diamant Salihu om skjutningarna: ”Saknas strukturer – brutala våldet snabb karriär” | SVT Nyheter
Grímur Kjartansson, 13.6.2023 kl. 08:25
Var að erinda í mjódd síðastliðinn febrúar, og horfði þá á ...... ungling brjóta rúðu við inngang hjá nettó.
Flest af þessu fólki er ekkert að þakka íslendingum fyrir móttökurnar, og hafa meiri áhuga á styrkjum en raunverulegri vinnu.
Loncexter, 13.6.2023 kl. 11:32
Hin nýja merking orðanna. Væluklíkan stimplar þá sem ekki eru sammála þeim "rasista" og "fasista." "Nasisma" hefur aftur verið lyft á stall svo fremi hann sé úkraínskur. En "kommúnismi" hann er enn heilög kýr. Ekki má hrófla við ljóma hans enda er hann enn markmið hinna nýju heimsyfirráðasinna. Því eru þeir sem sjá stríðið í Úkraínu í öðru ljósi en utanríkisráðherra stimplaðir Pútin-sleikjurnar. Eða eru, eins og ráðherrann orðaði það svo kurteislega, ekki sómakærir.
Ragnhildur Kolka, 13.6.2023 kl. 12:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.