Vextir og leikrit Samfylkingar um lífskjörin

Verðbólga á evru-svæðinu er 7%. Í Bretlandi er hún tæp 9%. Ísland er með verðbólgu í takt við nærsveitir. Bandaríkin búa við 5% verðbólgu

Skilvirkasta ráð seðlabanka í baráttu við verðbólgu er að hækka stýrivexti. Fjármagn verður dýrara, bæði til neyslu og fjárfestinga. Þenslan í efnahagskerfinu dregst saman og verðbólga hjaðnar, það veit á betri lífskjör til framtíðar.

En hvað er að segja um hávaðann í gær þegar Seðlabanki Íslands tilkynnti hærri stýrivexti? RÚV líkti Íslandi við Simbabve og nánast boðaði til fjöldamótmæla.

Jú, það er kynning á leikriti Samfylkingar. Plottið er að telja almenningi trú um að Samfylkingin kunni betur en aðrir að tryggja lífskjörin.

En hver er stefna Samfylkingar? Flokkurinn vill fjölga hælisleitendum til að bæta stöðuna á húsnæðismarkaði. Flokkurinn vill auka ríkisútgjöld og hækka laun til að lækka verðbólgu; fjölga opinberum starfsmönnum til að sýna aðhald í ríkisrekstri. 

Allt eru þetta mótsagnir. En út á það gengur málflutningur Samfylkingar, að telja fólki trú um að hvítt sé svart.


mbl.is „Verðbólgan er verkefnið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Sjálfstæðisflokkurinn orðinn að kommúnistaflokki sem hlýðir sérfræðingum og kommaráðum forsætisráðherrans? Báknið stækkar og það er ekki upphafleg stefna Sjálfstæðisflokksins. Eða, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur orðinn einn stór spillingarframsóknarflokkur? Miðflokkurinn er jú Framsókn einsog hún átti að vera í upphafi, prinsippaflokkur.

Vandinn er almenningur, sífellt fleiri láta leiða sig einsog kindur á leið til slátrunar. Skólakerfið hefur þann eina tilgang að búa til kommúnista úr börnum. Þarf að leggja það niður og gjörbreyta þjóðfélaginu í grunninn, þannig að sjálfstæði verði keppikefli barna og unglinga, að eignast eigin íbúð og fjölga sér, ekki að flytja inn vinnuafl og gefast upp á lífinu í vímu.

Ingólfur Sigurðsson, 25.5.2023 kl. 14:42

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Orðið "hagstjórnarmistök" er líka í tísku og óspart notað
þó enginn þurfi að útskýra í hverju þessi meintu mistök liggi
hvað þá hvað hefði átt a gera í staðinn

Grímur Kjartansson, 25.5.2023 kl. 14:46

3 Smámynd: Garðar Jóhannsson

Hvernig er verðbólga reiknuð út? 
innfluttar neisluvörur, innflutt hráefni fyrir framleiðslu og byggingaiðnað, vextir og fl.

Garðar Jóhannsson, 25.5.2023 kl. 15:12

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég skil ekki afhverju Katrín forsætisráðherra fer ekkert í taugarnar á okkur,en ráðherrum hinna oftast óskað norður og niður;sérstaklega meiðir Bjarni Ben flokksystkyn sín með því að ganga þvert á upphaflegu stefnu flokksins. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.5.2023 kl. 02:44

5 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Seint verður hægt að segja að sannleiksástin reki áfram fjölda þeirra sem taka að sér að túlka orð Kristrúnar Frostadóttur.

Tryggvi L. Skjaldarson, 26.5.2023 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband