Biðst RÚV afsökunar á meiri glæp en Mirror framdi?

,,Réttarhöld yfir útgáfufélagi enska götublaðsins Mirror hefjast í júní. Fjölmiðillinn er ásakaður um að hafa brotist inn í síma Harrys Bretaprins. [...] Forsvarsmenn enska götublaðsins Mirror hafa beðið Harry Bretaprins afsökunar á því að hafa aflað upplýsinga sem tengjast honum með ólögmætum hætti."

Tilvitnunin er í frétt RÚV. Sök RÚV í sambærilegu máli er nokkru meiri en Mirror. RÚV vissi með fyrirvara að Páll skipstjóri yrði gerður óvígur til að hægt væri að stela síma hans, afrita og skila tilbaka án þess að skipstjórinn yrði þess var.

Andlega veik kona byrlaði skipstjóranum, stal síma hans og afhenti starfsmanni RÚV. Vitað er að Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks keypti fyrir byrlun og stuld samskonar síma og Páll skipstjóri notaði og fékk á þann síma óskráð símanúmer, 680 2140. Sími skipstjórans var með númerið 680 214X.

Þrír starfsmenn RÚV hafa látið af störfum eftir að lögreglurannsókn hófst sumarið 2021. Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri, Helgi Seljan fréttamaður og Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks.

RÚV birti enga frétt úr síma skipstjórans. Miðstöð glæpsins var á Efstaleiti. Kjarninn og Stundin, nú Heimildin, sáu um að koma þýfinu í umferð með yfirskrift sem ákveðin var á ríkisfjölmiðlinum: Skæruliðadeild Samherja.

Engar ákærur hafa verið gefnar út. Vitað er að Þóra er sakborningur sem og fjórir blaðamenn Heimildarinnar.

Mun RÚV biðjast afsökunar á töluvert meiri glæp en Mirror framdi?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Varla.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.5.2023 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband