Þjóðþekkt heimild, friðhelgi fjölmiðla

Viðtengd frétt er mánaðargömul. Segir þar af manneskju sem fletti upp lyfjanotkun þjóðþekktra einstaklinga. Gerandinn hafði aðgang að gagnagrunni sem gengur undir nafninu lyfjagátt.

Engin framhaldsfrétt er komin af málinu þótt fjórar vikur séu síðan fréttin birtist.

Sögur ganga manna á milli og á samfélagsmiðlum sem nafngreina uppflettarann. Sé rétt með farið er um að ræða þjóðþekkta heimild fjölmiðla.

Það er hlutverk fjölmiðla að fylgja eftir fréttum, upplýsa almenning. Það er alvarlegt mál að flett sé upp hver noti hvaða lyf og farið með þær upplýsingar á götur og torg. Ekki jafn alvarlegt að byrla og stela einkagögnum til að afla frétta, að vísu, en samt ekki lítilfjörlegt atriði. 

Njóta sumir friðhelgi fjölmiðla? Vitað er blaða- og fjölmiðlamenn eru friðhelgir, nema þeir heiti Frosti eða Logi.

Háttar málum ef til vill þannig að afhjúpi fjölmiðlar uppflettara lyfjagáttar kemur á daginn viðkomandi sé lélegur pappír og hefði aldrei átt að verða heimild fjölmiðla? Eru fjölmiðlar að vernda eigið orðspor með þögninni?

Fjölmiðlar, einkum þeir með kennimarkið RSK, hafa áður leikið þann leik að klæða upp sem trúverðuga heimild fyllibyttu, dópfíkil og vændiskaupanda og látið viðkomandi segja tröllasögur af spillingu. Þegar ekki má á milli sjá hvort sé verr innréttað ógæfufólk eða blaðamenn vakna spurningar um hlutverk og stöðu handhafa dagskrárvaldsins. 

Þegar við bætist að fjölmiðlar slá skjaldborg um sakborninga í eigin röðum er orðið djúpt í heiðarlega blaðamennsku.

Eru íslenskir fjölmiðlar komnir fram yfir síðasta söludag? Ónýt vara?


mbl.is Þjóðþekktu fólki flett upp í Lyfjagátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband