Þriðjudagur, 9. maí 2023
Inga Sæland klappstýra Kristrúnar
Inga Sæland er kannski ekki búinn að blanda Molotoff-kokteil en hún boðar óeirðir, eins og ,,í síðasta efnahagshruni."
Ástæðan? Jú, verðbólga.
Fremur lítilfjörleg ástæða óeirða, satt best að segja. Formaður Flokks fólksins veifar fremur röngu tré en öngvu. Gerist reglulega í pólitík.
Dýpri ástæða geðshræringar Ingu er að flokkurinn hennar fær ekki ímyndað óánægjufylgi. Kristrún formaður Samfylkingar sópar til sín stuðningi í skoðanakönnunum. Flokkur fólksins mælist fimm prósent og gæti fallið af þingi. Óöld gæti lappað upp á prósenturnar.
Hótanir Ingu þjónusta Samfylkingu Kristrúnar sem keppist við að verða ábyrgt stjórnmálaafl tækt í ríkisstjórn. Búið er að múlbinda Helgu Völu og róttækni Loga er með saumaklúbbssniði. Óreiðuelement Samfylkingar eru snyrtilega sett út í horn.
Búast má við frekari upphlaupum frá flokkum sem fitna ekki á meintri óánægju í samfélaginu. Píratar eru í sömu stöðu og Flokkur fólksins. Viðreisn ekki langt undan. Sumir eru ólæsir á pólitík. Óánægjan í samfélaginu er óveruleg, bundin jaðarhópum sem alltaf eru svekktir, hvort heldur í góðæri eða hallæri.
Ofbeldishótanir Sæland et al sýna formann Samfylkingar sem yfirvegaðan valkost við núverandi stjórnarmeirihluta. Kristrún er orðin svo örugg með sig að hún íhugar að gera sakborning í glæparannsókn að frambjóðanda og fá í staðinn vinsamlega fjölmiðlaumfjöllun.
Samfylking Kristrúnar er með eitt markmið. Að leysa af hólmi Vinstri græn Katrínar. Inga Sæland er óafvitandi klappstýra.
Katrín með augun full af sandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Boðað hefur verið til mótmæla á laugardaginn kl. 14:00 á Austurvelli.
Hvergi hefur verið boðað til "óeirða" og enn síður neins ofbeldis.
Rétturinn til friðsamlegra mótmæla er stjórnarskrárvarinn.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2023 kl. 09:44
Það verða eflaust mörg kunnugleg andlit á Austurvelli á laugardag
En á sambærilegum samkomum hefur ræðumönnum reynst erfitt að finna annan samhljóm en óánægjuhróp án nokkurra lausna
Grímur Kjartansson, 9.5.2023 kl. 10:03
Lausnirnar blasa við:
1. Hættið að gera það sem er verið að mótmæla.
2. Byrjið að gera það sem er verið að kvarta yfir að sé ekki gert.
Þau sem munu taka til máls á fundinum eru mjög lausnamiðuð.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2023 kl. 10:08
Guðmundur; "Hættið að gera það sem er verið að mótmæla" Þú vilt sem sagt afleggja hefðbundið lýðræði og þess í stað upp einskonar öskur lýðræði. þeir sem hrópa hæst ráða mestu.
Stefán Örn Valdimarsson, 9.5.2023 kl. 12:10
Sæll Stefán.
Þetta var ekki það sem ég átti við heldur var ég að svara þeirri staðhæfingu Gríms að á svona fundum komi fólk ekki fram með neinar lausnir, sem er ekki rétt því þegar fólk er að mótmæla einhverju er það um leið að fara fram á það lausn að því sem það mótmælir verði hætt eða það sem það krefst verði gert.
Dæmi: Við mótmælum vaxtaokri. Lausn: Hættið vaxtaokri.
Fólk hefur fullt frelsi til að segja upphátt hvað það vill. Málfrelsi og fundafrelsi eru órjúfanlegir þættir í lýðræðislegu samfélagi.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2023 kl. 15:16
Ég skal mæta og mótmæla vondu veðri
Lausnin hlýtur að vera betri veðurspár
Grímur Kjartansson, 9.5.2023 kl. 22:21
Those protests of yours, Grímur, were immediately drowned in the political shouts of the first protestors, although they are good. Er nokkuð langt í að Íslendingar skrifi/tali útlensku,ég er alltaf meðhöndluð sem óæskilegur einhverra sem ýmist þurrka út eða þýða á ensku.Er ég kannski að saka aðra um þetta ,þá er ég að læra.
Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2023 kl. 23:39
Grímur.
Mótmæltu frekar einhverjum mannanna verkum sem hægt er að breyta.
En ef þið langar bara að henda steinum í sjóinn gjörðu svo vel.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2023 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.