Skortur á hlýnun, óttastjórnun með blekkingum

Átta ár og níu mánuðir eru síðan mældist hlýnun á heimsvísu, skrifar Christopher Monckton. Hann gerir sér far um að setja mælingar í samhengi við spálíkön Sameinuðu þjóðanna. Spár SÞ frá 1990 eru rangar. Frávikin eru frá 50% upp í 275%.

Í viðtengdri frétt segja talsmenn Sameinuðu þjóðanna að hlýnunin sé handan við hornið. Við höfum heyrt þessa sögu áður.

Tucker Carlson, stuttu áður en hann hætti hjá Fox, tók saman hamfaraspámennsku frá 1969. Í rúman áratug var ísöld spáð. Á níunda áratug síðustu aldar tók við hamfarahlýnun. En við eigum sem sagt að treysta sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna.

Sérfræðingar sem ekki eru á vegum Sameinuðu þjóðanna segja aðra sögu. Richard Lindzen segir enga hamfarahlýnun. Heimurinn hefur hlýnað um eina gráðu frá lokum litlu ísaldar. Það eru ekki hamfarir.

Judith Curry segir út í hött að maðurinn stjórni veðurfari. Loftslagsmál eru flókin og breyturnar margar háðar óvissu. Það er ekki þannig að manngerður koltvísýringur, CO2, ráði hitastigi jarðar.

Koltvísýringur í andrúmslofti jarðar mælist um 400 ppm. Einingin ppm stendur fyrir hlutfall af milljón (parts per million). Yfirfært í prósentur er 400 ppm 0,04 prósent. Af þessum 400 ppm koltvisýrings í andrúmslofti er 97 prósent náttúrulegur. Aðeins 3 prósent af koltvísýringi jarðar er manngerður, segir Ian Plimer. 

Jörgen Peder Steffensen rannsakar fornveðurfar og notar til þess borkjarna úr Grænlandsjökli. Í yfirliti hitafars síðustu tíu þúsund ára er mesti kuldinn á seinni hluta 19. aldar, við lok litlu ísaldar. Mun hlýrra var á Grænlandi um árið 1000 þegar Eiríkur rauði hóf norrænan landbúnað í Eystribyggð. Á 15. öld dóu afkomendur norrænu bændanna út á Grænlandi. Vegna kulda og einangrunar litlu ísaldar.

Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna stunda óttastjórnun, ekki loftslagsvísindi.

 

 


mbl.is Vara við El Niño og alvarlegri hlýnun fram undan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

George Soros, Klaus Schwabb og Bill Gates, ætla að frelsa jörðina, þó ekki mannkynið.

Þvert á móti er þeirra markmið að fækka fólkinu á jörðinni.

Þeir segja að fjölmennið sé yfirþyrmandi.

Mannfjöldi á jörðinni í byrjun ársins 2021 var rúmir 7,8 milljarðar og er því spáð að áður en árið 2023 er liðið verði heildarfólksfjöldinn kominn yfir 8 milljarða.

Svona margt fólk eyðir of miklu súrefni við innöndun og andar svo frá sér koltvísýringi og eykur á loftlagsvána.

Þessir herramenn ætla samt ekki að víkja sjálfir af yfirborði jarðar. Sauðsvartur almúginn á að gera það.

Covid-sprauturnar drápu ekki nógu marga, svo að enn þarfa að brugga ráð gegn mannkyninu.

Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd, hann skapaði þau karl og konu. Og Guð blessaði þau, og Guð sagði við þau: Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana undirgefna. (1. Mós. 1:27-28).

Hvað var Guð að hugsa, þegar hann gaf Adam og Evu fyrirmæli um að margfaldast?

Hann hafði engar áhyggjur af loftlagvánni og hefur ekki, því að hún er lygaáróður frá Djöflinum.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 7.5.2023 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband