Þriðjudagur, 18. apríl 2023
Sigmundur Ernir: byrlun lýsir metnaði og heilindum
Fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, áður þingmaður Samfylkingar, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fjallar um stöðu fjölmiðla. Hann skrifar
Það eru ekki eftir margir fjölmiðlar á Íslandi sem teystandi er til að rækja þetta hlutverk af metnaði og heilindum [feitletr. pv]. Þar koma þó upp í hugann fréttamiðlar á borð við Ríkisútvarpið og þó það nú væri og klárlega Heimildin sem hefur sýnt það og sannað að hún er reiðubúin að rannsaka það sem út af ber í samfélaginu af festu og þrótti.
RÚV og Heimildin eru í aðalhlutverki í byrlunar- og símastuldsmálinu, þar sem andlega veik kona var fengin til að byrla og stela gögnum fyrir fjölmiðla. Helmingur ritstjórnar Heimildarinnar, áður Kjarninn og Stundin, er með stöðu sakbornings.
Að kalla það ,,metnað og heilindi" að byrla og stela er nokkuð langt gengið, - jafnvel af vinstrimanni.
Athugasemdir
Þetta fólk hefur ekki verið dæmt og því, samkvæmt gamalli mælistiku, saklaust uns sekt er sønnuð. En fyrr má nú rota.... Ég hélt blaðamenn notuðu ekki hugtøk eins og heiðarleika og metnað nema um látið fólk. Og alls ekki um þá sem hafa støðu sakbornings. En blaðamennsku hefur hrakað, ekki bara hér heldur um allan hinn vestræna heim. Sannleikurinn og staðreyndir flugu út um gluggann, ásamt sómakenndinni, þegar blaðamenn gengu á mála hjá Reuters og BBC.
Ragnhildur Kolka, 18.4.2023 kl. 07:46
Simmi var beztur í fjallaskálaþáttunum.
Guðmundur Böðvarsson, 18.4.2023 kl. 10:24
Já! Segðu Guðmundur svo hrífandi lýsing hans á stórbrotinni náttúru Íslands;þar fór þá saman hljóð og mynd.
Helga Kristjánsdóttir, 18.4.2023 kl. 13:45
Skerum niður við trog framlög ríkisins ti RÚV og takmörkum ferðir stjórnenda RÚV til Brussel. Það lagast þetta, kannski...
Júlíus Valsson, 18.4.2023 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.