Moggabloggið sigrar RÚV, Egill tapar sér

Fréttamenn RÚV eru sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu. Fréttastjóri var knúinn til afsagnar og sá sem tók við er kominn í leyfi frá störfum. Á páskadagskrá RÚV er 60 ára byrlunarmál en ríkisfjölmiðillinn þegir um byrlun og gagnastuld í rauntíma þar sem fréttamenn RÚV eiga hlut að máli.

Moggabloggið er opinn og frjáls vettvangur fyrir hvern sem er að tjá skoðanir og segja fréttir sem fjölmiðlar sameinast að þegja um.

Í þessu ljósi ber að lesa breiðsíðu Egils Helgasonar gegn Moggablogginu. 

Dagskrárvald RÚV og fylgimiðla er á fallandi fæti. Stjórnmálamenn veigra sér að styðja opinberlega ríkisfjölmiðil sakborninga. Rætt er um að taka Efstaleiti af auglýsingamarkaði.

Egill er læs á tímanna tákn. En honum er um megn að draga rökrétta ályktun. Flóttaleiðin er að fordæma boðbera válegra tíðinda, skjóta sendiboðann.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hvað sem öllum skoðunum þínum á mönnum og málefnum líður, þá verður ekki af þér skafið Páll, að þú lætur ekki hræða þig til þöggunar og stendur keikur vörð um mál-og skoðanafrelsi, sem rétt eins og þú segir að sé að verða sjaldgæft, nema þá helst hér á blogginu og enn frekar á vinsælustu útvarpsstöð landsins, sem jafnvel meirihluti beygðar þjóðarinnar (eins og hinn hataði og fyrirlitni Arnar Sverrisson myndi mögulega lýsa okkur) þorir ekki að hlusta á, eða að viðurkenna það.

Hvað varðar fordæmingu hins fróða og litríka fjölmiðlamanns Egils Helgasonar á færslum þessa voðalega Arnars Sverrissonar sem þú bendir á, er lýsandi fyrir þetta RÚV lið sem þú fjallar gjarna um og viðbrögðin líkjast því helst, að þau hrjái einhver eymsli í endastykkinu - eins og gamla herraþjóðin myndi orða það.

Jónatan Karlsson, 9.4.2023 kl. 11:11

2 Smámynd: Arnar Þór Jónsson

Í tilefni af þessu mættu sem flestir að fara inn á FB vegg Egils Helgasonar og sjá með eigin augum ummælin sem hann viðhafði þar, sem eru honum til stórfellds vansa. Ætli nokkur fjölmiðlamaður sé jafn orðljótur á prenti og hann, fyrir utan reyndar Sigmund Erni Rúnarsson sem er handhafi skammarverðlaunanna í þessum flokki fyrir leiðara sem bar nafnið "Herkvíin" og má enn finna á netinu.

Arnar Þór Jónsson, 9.4.2023 kl. 14:52

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Það eru engar læknaskýrslur sem leggja grunn að þínum ásökunum um að Palla Pornó hafa verið byrlað eitthvað og ég efast um að frændi hans sem stal símanum hafi nokkurn tímann unnið hjá RÚV.

Jón Páll Garðarsson, 9.4.2023 kl. 19:50

4 Smámynd: Jón Þórhallsson

Það er ekki meira frelsi á moggablogginu en svo

að það er búið að vera lokað fyrir mína bloggsíðu þar í 3 ár: 

https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/#entry-2235376

Þó að ég geti skrifað færslur á annarra síður að þá  loka þeir fyrir að ég geti haldið úti eigin bloggsíðu.

Jón Þórhallsson, 10.4.2023 kl. 08:24

5 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

 Vissi ekki að þú værir stuðningsmaður ofsókna gegn Gyðingum! Þinn brenglaði hugur er að ná nýjum hæðum.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 12.4.2023 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband