Föstudagur, 24. mars 2023
Dagskrárvald RSK-miðla: 3 dæmi
Ekkert heyrist af danska blaðamanninum Lasse Skytt sem fékk birta grein í Aftenposten fyrir RSK-miðla um að blaðamenn séu ofsóttir á Íslandi. Aftenposten baðst afsökunar að hafa birt efnið fyrir þrem vikum. Tilfallandi athugasemd fjallaði um málið:
Í afsökunarbeiðni Innsikt er tekið fram að útgáfan hafi ekki séð neinar trúverðugar heimildir um að Jóhannes hafi fyrir hönd Samherja mútað embættismönnum í Namibíu. ,,Það hefði átt að koma fram í greininni," segir Innsikt, ,,að Jóhannes er einn til frásagnar um að hafa stundað mútur."
Skytt hafði ekki samband við Samherja þegar hann undirbjó greinina. Enda var Skytt í vinnu hjá RSK-miðlum til að ófrægja Samherja. Aldrei stóð til sjónarmið annarra en RSK-miðla kæmust á framfæri. Afsökunarbeiðni Innsikt segir: ,,Verkferlar hjá okkur brugðust. Grunnatriði blaðamennsku er að ásakanir séu bornar undir þá sem þær beinast að. Það var ekki gert í þessu tilviki."
Afsökunarbeiðni Aftenpoten segir að RSK-frásögnin um Namibíumálið og stóra byrlunar- og símstuldsmálið ekki halda vatni. Hvers vegna er Skytt ekki spurður af íslenskum fjölmiðlum og krafinn skýringa að fara með staðlausa stafi?
Í nóvember síðastliðinn sendi Blaðamannafélag Íslands beiðni til umboðsmanns alþingis að hann hæfi frumkvæðisathugun á rannsókn lögreglu á aðild RSK-miðla að byrlun og gagnastuldi. Beiðnin er upp á heilar níu blaðsíður. Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður BÍ sendi frá sér fréttatilkynningu og sagði m.a.:
Það er mikilvægt að fá álit Umboðsmanns Alþingis á því hvort ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, að kalla blaðamenn til yfirheyrslu fyrir það eitt að vinna vinnuna sína, hafi verið í samræmi við hlutverk lögreglu og þá vernd sem fjölmiðlar njóta samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmálum.
Síðan eru liðnir fjórir mánuðir. Hvers vegna er Sigríður Dögg ekki spurð af fjölmiðlum um svarið sem hún fékk frá umboðsmanni alþingis?
Í september á síðasta ári sagðist Aðalsteinn Kjartansson, einn sakborninga í stóra byrlunar- og símamálinu, hafa kært lögreglurannsóknina til Mannréttindadómstóls Evrópu. Síðan eru liðnir sex mánuðir.
Hvers vegna er Aðalsteinn ekki inntur eftir kærunni? Hvers vegna er hann ekki beðinn að framvísa kærunni og upplýsa framvindu hennar?
RÚV, með stuðningi Blaðamannfélags Íslands og jaðarmiðlinum Heimildinni (áður Stundin/Kjarninn) stjórna umræðunni um fjölmiðlun á Íslandi. Fimm blaðamenn eru sakborningar í stóra byrlunar- og símamálinu, allir á RÚV og Heimildinni. En það er ekkert að frétta.
Athugasemdir
Skiljanlega ekkert að frétta þau reka allstaðar á vegg og sá veggur er sannleikurinn og er styrktur með réttlátum dómstólum.
Vitlausara nafn en Heimilidn er gátu þau ekki valið giskskrifum sínum, síðan reka þau auvitað skóla fyrir alla þá sem hafa hrasað á braut blaðamennskunnr, sumir vegna genagalla og aðrir vegna fíkiefnaneyslu svo eru bara forhertir lygarar sem skilja fjölmarga karla í virtum bönkum og örum fjármálafyrirtækjum eftir í lausu lofti vegna ásakana um kynferðisáreitni og gott ef ekki ofbeldi.
Núna getur ritsjórn Heimidarinnar sparað sér mikla, tímafreka og dýra heimidarvinnu; Edda Falak er nýr heimidarbrunnur.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.3.2023 kl. 00:57
Falak, er það ekki sú sem fann upp lygapilluna fyrir Novo Nordisk?
FORNLEIFUR, 25.3.2023 kl. 08:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.