BÍ normalíserar glæpi, játar óheiðarleika

Blaðamannafélag Íslands, BÍ, gerir því skóna að byrlun og gagnastuldur séu viðurkenndir starfshættir blaðamanna. Þá telur BÍ eðlilegt að RÚV skipuleggi líkamsárás með byrlun, steli síma og afriti en láti Stundinni og Kjarnanum (nú Heimildin) um að birta þýfi og kalla fréttir.

Í ályktun BÍ er þessi kostulega efnisgrein:

Stjórn félagsins lýsir jafnframt yfir miklum áhyggjum af þeirri vegferð sem lögreglan virðist vera á - að það sé nú talið mögulega saknæmt athæfi að taka á móti tölvupóstum eða hvers kyns upplýsingum. Það er einmitt kjarninn í vinnu hvers blaðamanns: Að taka á móti upplýsingum, meta trúverðugleika þeirra og fréttgildi í þágu almennings.

Stjórnin veit að Páli skipstjóra var byrlað, síma hans stolið og hann afritaður á RÚV. Það liggur fyrir að Þóra Arnórsdóttir yfirmaður á RÚV/Kveik var með afritaða símann, - Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur viðurkennt það.

Það er einnig þekkt staðreynd að varaformaður BÍ, Aðalsteinn Kjartansson, var fluttur af RÚV á Stundina þrem dögum áður en Páli skipstjóra var byrlað, 3. maí 2021.

Fimm blaðamenn eru með stöðu sakborninga í lögreglurannsókninni: Þórður Snær Júlíusson, Arnar Þór Ingólfsson, Aðalsteinn Kjartansson, Ingi Freyr Vilhjálmsson og Þóra Arnórsdóttir. Sjötti blaðamaðurinn, Helgi Seljan, er annað tveggja vitni eða sakborningur.

Rannsókn lögreglu er gagnadrifin, byggir m.a. á samskiptagögnum blaðamanna sjálfra. Rannsóknin er með upphafpunkt 1. apríl 2021, rúmum mánuði áður en Páli skipstjóra var byrlað. Rök standa til að blaðamenn hafi skipulagt byrlun gagngert til að komast yfir síma skipstjórans.

Blaðamannafélagið gerir engar athugasemdir, en kvartar undan seinagangi lögreglu. En það voru blaðamenn sem flúðu réttvísina. Þeir voru boðaðir í yfirheyrslu 14. febrúar í fyrra en létu ekki sjá sig fyrr en í ágúst og september. Tímann notuðu þeir til að hylja slóðina, eyða gögnum. 

Í ályktun stjórnar BÍ er talað um ,,fréttagildi í þágu almennings." Almenning þyrstir í fréttir um aðild blaðamanna að byrlun og gagnastuldi. En fjölmiðlar birta aðeins fréttatilkynningar frá stjórn BÍ. Tilfallandi bloggari sinnir aðhaldshlutverki fjölmiðla og skrifar fréttir um byrlun, þjófnað og yfirhylmingu blaðamanna. 

Fyrir þrem mánuðum gagnrýndi Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands að forsvarsmenn stofnana og fyrirtækja sendu frá sér ályktanir og fréttatilkynningar en svörðu ekki spurningum. Haft er eftir Sigríði Dögg

Samfélagið ætti ekki að sætta sig við einhliða yfirlýsingar kjörinna fulltrúa eða forsvarsmanna fyrirtækja í málum er varða almenning. Þetta segir formaður blaðamannafélagsins sem telur yfirlýsingar þeirra á samfélagsmiðlum ekki heiðarlega leið til að svara fyrir erfið mál.

En hvað gera blaðamenn og fjölmiðlar þegar ,,erfið mál" snúa að þeim sjálfum? Jú, þeir senda ályktanir og fréttatilkynningar. Samkvæmt skilgreiningu formanns BÍ eru blaðamenn ,,óheiðarlegir" er þeir hlaupa í felur með ,,einhliða yfirlýsingum." Það er blaðamannastéttinni til ævarandi skammar og háðungar hvernig hún hefur tekið á fréttum um blaðamenn bendlaða við byrlun og gagnastuld.

Blaðamannafélag Íslands slær skjaldborg um blaðamenn grunaða um alvarlega glæpi. En, svo það sé sagt og skrifað: byrlun og þjófnaður er ekki blaðamennska heldur lögbrot.

 


mbl.is Fordæma vinnubrögð lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Metnaðarleysi stjórnar Blaðamannafélags Íslands er óviðjafnanlegt. Engin fordæmi man ég um hliðstæðu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.3.2023 kl. 10:57

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

"Viðurkenndir" fjölmiðlar eru hættir að flytja fréttir, þeir stunda áróður.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.3.2023 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband