Veður-Grýlan og manngæskuheimska

Fréttin segir frá tilraunum vestrænna stjórnvalda til að fela skort á hlýnun áratuginn eftir aldamót. Byggt er á umfjöllun Daily Mail frá 2013. Síðan eru liðin tíu ár. Er hlýnun vandamál?

Nei, við búum að nákvæmum mælingum á hitastigi jarðar frá 1979 þegar gervihnettir voru teknir í notkun við að mæla hitastig andrúmsloftsins. Niðurstöður birtast mánaðarlega. Samkvæmt yfirliti hefur hiti jarðar hækkað um 0,13 C á áratug s.l. rúm 40 ár. Það þýðir hækkun um eina gráðu á öld, 100 árum.

Eru það hamfarir? Nei, það var hlýrra á miðöldum en það er í dag. Grænlandsjökull upplýsir. Veðurtímabil sem kallast litla ísöld stóð yfir frá um 1300 til 1900. Ef ekki hefði hlýnað værum við enn á litlu ísöldinni.

Allt eru þetta staðreyndir, sannanlegar og kallast þekking. Hvers vegna í veröldinni er talað um hamfarahlýnun? Einfalda skýringin er að frá í kringum 1980 verða til ný trúarbrögð sem ákalla Veður-Grýlu. Hún býr til manngert verður, samkvæmt skurðgoðadýrkendum.

Manngæskuheimskir blóta Veður-Grýlu með því að fórna hagkvæmasta eldsneyti sem völ er á, bensín og dísil. Heimsbyggðin verður fátækari, ekki síst þjóðir Afríku sem fá ekki aðgang að ódýrasta orkugjafanum. Veður-Grýlu verður að blóta. Þjáning og trú haldast í hendur hjá öfgasöfnuðum.

Nú hefur þýska ríkisstjórnin ákveðið að manngert veður gæti kostað Þýskaland billjón evra fyrir 2050, samkvæmt viðtengdri frétt.

Borgaraleg útgáfa í Þýskaland, Die Welt, segir útreikningana að baki hreint bull og kallar efnahagsmálaráðherra landsins, græningjann Robert Habeck, katastrófu.

Allir með eitthvað á milli eyrnanna vita að veður er breytilegt. Trúarsöfnuðurinn kallar allt veður loftslagsbreytingar. Loftslag, samkvæmt vísindum, er veðurfarsbreyting yfir langan tíma, 30 ár og lengur. Að tala um loftslagsbreytingar frá ári til árs er merkingarleysa. Það er ekki loftslagsbreyting þegar styttir upp að kveldi rigningardags.

Síðasta ísöld, þegar stór hluti jarðar var hulinn jöklum, gaf eftir fyrir 11 þúsund árum. Á jarðsögulegum tíma er það í gær, - jörðin ku vera um 4,5 milljarða ára gömul.

Veður er ekki manngert, heldur náttúrufyrirbæri. Menn kunna enn svo lítil skil á veðurkerfum jarðar að spár um veður, sem mark er á takandi, eru ekki gerðar nema 5 til 7 daga fram í tímann. En svo stíga fíflin á stokk og segja það verði hlýrra eftir 30 ár.

Trúarhiti og heimska er hættulegasti persónuleikinn. Fólk haldið þeirri röskun gerir öðrum illt í nafni mannúðar.

 


mbl.is Gæti kostað Þjóðverja næstum billjón evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta sama fólk fyrirlítur kristna trú og og kallar hana bábiljur.

Ragnhildur Kolka, 8.3.2023 kl. 09:13

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Bretar voru að enduropna tvö kolaorkuver. Sólarsellurnar og vindmyllurnar stóðu sig ekki..

Guðmundur Böðvarsson, 8.3.2023 kl. 09:49

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Vinnufélagi minn, sem vel á minnst er vel borgaður og alþjóðlega virtur sérfræðingur í öllu er viðkemur að fanga, hreinsa og flytja koltvísýring (t.d. frá orkuveri til varanlegrar geymslu neðanjarðar) sagði að á sínum kaldhæðnustu dögum hugsar hann með sér að ef Evrópa er dag einn búin að stöðva alveg losun sín á koltvísýringi og gera sig bláfátæka í leiðinni þá muni það engu breyta: Kínverjar ætla að byggja 100 GW af kolaorku á næstu árum og halda áfram að bæta við losun sína til 2030 (skv. loforði þeirra til Parísarsáttmálans svokallaða).

Geir Ágústsson, 8.3.2023 kl. 16:20

4 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Mikið rétt. Því ákafar sem menn þykjast ,,trúa á vísindin" 

þeim mun freklega gína þeir við við bábiljum.  

 

Baldur Gunnarsson, 10.3.2023 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband