Föstudagur, 3. mars 2023
Biðst Blaðamannafélagið afsökunar?
Blaðamannafélag Íslands dreifði sömu umfjöllun um Namibíumálið og Innsikt/Aftenposten, sem hefur beðist afsökunar á að hafa birt óvandaða frétt danska blaðamannsins Lasse Skytt. Blaðamenn af RÚV og Heimildinni (Stundin og Kjarninn) keyptu þjónustu Skytt sem skrifaði greinar í erlendar útgáfur gagngert til að þær yrðu þýddar á íslensku.
Tilgangurinn var að bæta vígstöðu íslensku blaðamannanna sem eru sakborningar í lögreglurannsókn á byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi.
Netútgáfa Blaðamannafélags Íslands, press.is, birti umfjöllun um grein Skytt í dönsku útgáfunni Jorunalisten. Líkt og í Innsikt/Aftenposten er Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, í stóru hlutverki. Eins og í Innsikt/Aftenposten skáldar Þórður Snær ofsóknir á hendur sér og öðrum blaðamönnum. Eftir ritstjóranum er haft
Hann [Þórður Snær} og þrír aðrir blaðamenn fengu skyndiheimsókn í Reykjavík frá hópi lögreglumanna. Þeim var ekið til Akureyrar, sjávarbyggðar á Norðurlandi þar sem Samherji er með höfuðstöðvar.
Íslenskum blaðamönnum var ekki smalað í bíl og þeim ekið norður yfir heiðar. Þetta er haugalygi. Þórður Snær ásamt þrem öðrum blaðamönnum var gert að mæta í skýrslutöku hjá lögreglu í Reykjavík 14. febrúar í fyrra. Þeir lögðu á flótta og létu ekki sjá sig í boðaða yfirheyrslu fyrr en í ágúst og september. Tímann á milli notuðu þeir til að eyðileggja gögn sem bendluðu blaðamennina við byrlun Páls skipstjóra, stuldi á síma hans og broti á friðhelgi.
Netútgáfa Blaðamannafélagsins endurbirtir ekki lygafrásögnina um nauðungarflutninga blaðamanna norður í land. Netútgáfa BÍ segir aftur þetta í endursögninni:
Samherjamálið er rifjað upp, og sú ákvörðun lögreglustjórans á Norðurlandi eystra að hefja sakamálarannsókn gegn fjórum blaðamönnum í tengslum við fréttaflutning af einum anga Samherjamálsins.
Þetta er sama efnisgrein og birtist í Innsikt/Aftenposten og ritstjórinn biðst afsökunar á, sbr.
yfirheyrsla íslenskra blaðamanna hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi ekki tengst umfjöllun þessara blaðamanna um umrætt mál [þ.e. Namibíumálið] og kemur þannig málinu ekki við
Hér liggur kýrskýrt fyrir að Þórður Snær og félagar hans sakborningarnir fá útlendan blaðamann til að halda því fram á erlendum vettvangi að lögreglan sé útsendari Samherja.
Hvorki í Journalisten né í Innsikt/Aftenposten er nafn Páls skipstjóra Steingrímssonar nefnt á nafn. En Páli var byrlað, síma hans stolið og brotið var á friðhelgi hans. Af þeirri ástæðu eru blaðamennirnir sakborningar í glæparannsókn. Ekki vegna skrifa þeirra um Samherja.
Nú þegar fagmenn sem kunna blaðamennsku, ritstjórn Innsikt/Aftenposten, hafa beðist afsökunar ætlar Blaðamannafélag Íslands ekki að gera það sama?
Já, vel á minnst. Höfundur greinarinnar í netútgáfu Blaðamannafélags Íslands heitir Auðunn Arnórsson. Hann er bróðir Þóru Arnórsdóttur sem er sakborningur líkt og Þórður Snær.
Biðjast afsökunar á rangfærslum um Samherjamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er Auðunn þá jafn lélegur pappír?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.3.2023 kl. 07:29
Ég hleð þessari grein niður til geymslu. Auðunn er vanhæfur, og hefur líklegast alltaf verið, líkt og margir blaðamenn á Íslandi vegna vensla og skyldleika við bófa og landeyður.
FORNLEIFUR, 3.3.2023 kl. 07:34
Lasse Skytt á Íslandi árið 2012. Hann telur sig vera einhvers konar sérfræðing í íslenskum málefnum. Blaðamannagrey sem hefur ofmetnast. Nú býr hann í Ungverjalandi.
FORNLEIFUR, 3.3.2023 kl. 07:41
Og svo er hneykslast á ættartengslum í atvinnulífinu. Hér eru bræður á kafi í sukkinu og sjá ekkert athugavert við það.
Ragnhildur Kolka, 3.3.2023 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.