Föstudagur, 17. febrúar 2023
Finnur Ţór og Ingi Freyr: brćđur í glćpum
Finnur Ţór Vilhjálmsson er saksóknari hjá embćtti ríkissaksóknara. Ingi Freyr bróđir hans er blađamađur á Stundinni, nú Heimildinni. Báđir ţjösnast ţeir áfram í Namibíumálinu, sem var búiđ til af Inga Frey og félögum á RSK-miđlum (RÚV, Stundin og Kjarninn) sumariđ og haustiđ 2019.
Arna McClure lögfrćđingur Samherja er međ stöđu sakbornings eftir ađ Finnur Ţór tók viđ gögnum frá bróđur sínum og RSK-miđlum um ćtluđ brot útgerđarinnar í Namibíu. Arna átti engan hlut ađ máli og ekkert hefur komiđ fram sem réttlćtir ađ hún sé grunuđ um glćp.
Arna höfđađi mál til ađ fá aflétt stöđu sinni sem sakborningi. Málflutningur var í gćr. Í frétt RÚV er haft eftir hérađssaksóknara ađ ,,fjarstćđa" sé ađ ţađ ţyki óeđlilegt ađ brćđurnir saksćki sömu einstaklingana hvor á sínum vettvangi, annar sem handhafi ákćruvaldsins en hinn sem blađamađur međ dagskrárvald fjölmiđla ađ baki sér.
Fjarstćđan er ekki meiri en svo ađ embćtti ríkissaksóknara tók til rannsóknar háttsemi brćđranna í sambćrilegu tilviki. Brćđurnir unnu báđir ađ máli systkinanna í Sjólaskipum. Ingi Freyr skrifađi ákćrufréttir í fjölmiđla en Finnur Ţór vélađi um sem saksóknari.
Ríkissaksóknari tók til rannsóknar samvinnu brćđranna en hćtti rannsókninni án skýringa.
Málarekstrinum gegn systkinunum í Sjólaskipum var endanlega hćtt síđasta sumar en hafđi ţá stađiđ yfir í rúm 12 ár. Systkinin voru sakborningar ađ ósekju. Enginn fannst glćpurinn. En í áravís skrifađi Ingi Freyr sakamálafréttir og Finnur Ţór saksótti. Máliđ var allt handónýtt. Byggt á falsfréttum. Finnur Ţór gafst upp og Ingi Freyr varđ ađ éta ofan í sig glćpafréttirnar ósönnu.
Hversu mikil áhrif hafđi ţađ á dómgreind saksóknara ađ bróđir hans átti bćđi faglega og starfstengda hagsmuni ađ Sjólaskipamáliđ myndi leiđa til ákćru en í versta falli dragast á langinn? Blađamađurinn gat ,,skúbbađ" ađra fjölmiđla trekk í trekk. Í störfum blađamanna eru tengsl viđ fréttalindir mikils metnar.
Hvađa réttlćtis njóta sakborningar, sem reynast saklausir? Ţeir verđa fyrir tvöfaldri saksókn, í fjölmiđlum og af hendi saksóknara. Ţegar saksóknari fellir máliđ niđur standa fréttirnar eftir, öllum ađgengilegar á netinu. Í fréttum segir ađ glćpur hafi veriđ framinn en svo var alls ekki.
Ţrem mánuđum eftir lok Sjólaskipamála taka brćđurnir aftur höndum saman. Ingi Freyr og félagar á RSK-miđlum setja saman Namibíumáliđ og Finnur Ţór tekur viđ málinu sem saksóknari. Ţetta gerist 2019. Sama fyrirkomulagiđ og í málum systkinanna í Sjólaskipum sem máttu ţola tvöfaldan opinberan málarekstur í rúm 12 ár. Veigamesti hluti Namibíurannsóknarinnar, sá sem sneri ađ skattamálum, hefur ţegar veriđ felldur niđur.
Ingi Freyr er iđinn viđ kolann ađ birta sakamálafréttir á Stundinni/Heimildinni og RÚV endurbirtir. í huga almennings eru sakborningar sekir áđur en ákćra liggur fyrir. Dagskrárvald fjölmiđla sér til ţess. Finnur Ţór tryggir hćga málsmeđferđ til ađ RSK-miđlar fái tíma ađ birta rađfréttir um ósannađar ásakanir og telja almenningi trú um ađ glćpir hafi veriđ framdir.
Samspil embćttis hérađssaksóknara og fjölmiđla ađ búa til ásakanir á hendur einstaklingum er ekki í samrćmi viđ meginreglur réttarríkisins um sjálfstćđi ákćruvaldsins og hlutlćga málsmeđferđ.
Ţegar Finnur Ţór tekur ákvarđanir sem saksóknari, t.d. um réttarstöđu einstaklinga, eru í húfi hagsmunir bróđur hans blađamannsins. Ţađ sjá allir í hendi sér, sem nenna ađ gefa málinu gaum, ađ ţetta verklag réttarkerfisins er ólíđandi. Ţađ mćtti allt eins útvista ákćruvaldinu til einkaađila. Brćđur í glćpum ehf.
Athugasemdir
Sér íslensk skítalykt af málinu...
Guđmundur Böđvarsson, 17.2.2023 kl. 11:02
Í drottnigarviđtali á forsíđu DV segir Ingi Freyr ađ hann ţoli ekki "bullshitt". Afar hefur ţađ elst illa fyrir hann. Hann hlýtur ađ hafa krónískt óţol fyrir sjálfum sér ţessa dagana.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2023 kl. 09:57
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.