Kynjahopp, trans og afsögn Sturgeon

Transkonan Isla Bryson felldi Sturgeon forsætisráðherra Skota. Isla hét áður Adam Graham og nauðgaði tveim konum. Adam komst undir manna hendur og skipti óðara um nafn og kyn. Skosk lög leyfa kynjahopp og Adam vildi í kvennabúr, afsakið, kvennafangelsi sem Isla.

Samkvæmt transhugmyndafræðinni er kyn ekki spurning um líffræði heldur hugarfar. Sturgeon gleypti transið hrátt og sat uppi með Adam undir nafni Islu á leið í sérrými kvenna að þjóna eðli sínu.

Skotar brjáluðust. Fæstar konur í kvennafangelsum sitja inni fyrir kynferðis- eða ofbeldisglæpi. En nú átti að hleypa tvöföldum nauðgara inn á varnarlausar konur. Ríkið færir geranda fórnarlömb á færibandi.

Transkonur eru konur, sagði Sturgeon í sjónvarpsviðtali, en ... 

Þetta ,,en" kostaði Sturgeon forsætisráðherraembættið.

Sumt í lífinu er bæði og. Sumt annað hvort eða. Enginn er smávegis karl og svolítil kerla, nema í yfirfærðri merkingu. Hjá Sturgeon var transkona aðeins kona ef hún var ekki nauðgari. Hvað með ofbeldisfulla transkonu, sem lætur þó hjá líða að nauðga? Er hún kona? Hvar liggja mörkin ef það er hugarfar sem ræður kyni en ekki líffræði? 

Transhugmyndafræðin stóð á berangri sem óverjandi þvættingur. Eftir að rökleysa hugmyndfræðinnar varð öllum ljós reyndi Sturgeon að bera í bætifláka fyrir transið. Hún sagði efnislega að kyn væri bæði og. Óvart er það aðeins annað tveggja, kvenkyns eða karlkyns.

Kynjahopp gengur í lokuðum félagsskap, hjá þeim sem hafa gaman af hlutverkaleikjum. Hver og einn má vera hvað sem er í huga sér; karl eða kona, köttur eða mús. En samfélagið hættir að virka ef við látum eins og kyn sé hugarfar. Fall Sturgeon staðfestir að þeir sem víkja skarpt frá veruleikanum enda út í mýri.


mbl.is Sturgeon segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Svona delluhugmyndir eiga sér ákveðin líftíma en svo tekur raunveruleikinn við.

Hugmyndafræðilega er Katrín Jakobsdóttir ekki langt frá Sturgeon. Hvenær vaknar hún? 

Ragnhildur Kolka, 16.2.2023 kl. 11:03

2 Smámynd: Baldur Gunnarsson

“Men, it has been well said, think in herds; it will be seen that they go mad in herds, while they only recover their senses slowly, one by one.”


― Charles MacKay, Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds

Baldur Gunnarsson, 16.2.2023 kl. 19:30

3 Smámynd: Baldur Gunnarsson

“Men, it has been well said, think in herds; it will be seen that they go mad in herds, while they only recover their senses slowly, one by one.”

― Charles MacKay, Extraordinary Popular Delusions and the Madness of Crowds

Baldur Gunnarsson, 16.2.2023 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband