Gott aðgengi að kúgun

Opinber stofnun og tvenn félagasamtök, að mestu á opinberu framfæri, tóku að sér að tyfta unga konu fyrir að hafa rangar skoðanir og tilheyra óboðlegum félagsskap samkynhneigðra.

Iva Marín Adrichem, söng­kona og laga­nemi, hyggst leita réttar síns vegna á­kvörðunar Ferða­mála­stofu um að klippa hana út úr kynningar­mynd­bandi sem frum­sýnt var í haust, að þeirra sögn á grund­velli skoðana hennar á trans­fólki.

Tilvitnunin er úr Fréttablaðinu. Þar má einnig lesa rökstuðning Ferða­mála­stofu, Sjálfs­bjargar  og Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands sem klipptu Ivu úr myndbandi vegna kvörtunar frá ,,transfólki" sem fannst ótækt að Iva sæist í myndbandi um gott aðgengi. Þar segir m.a.

Megintilgangur verkefnisins er að fræða og upplýsa. Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess.

 

Takið eftir orðalaginu ,,viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks". Það má sem sagt ekki hafa skoðanir ,,gegn réttindum fólks". Réttindi eru ekki af guði gefin. Þau verða til í samfélagi skoðanaskipta og umræðu.

Frelsi til skoðana og tjáningar er undirstaðan annarra réttinda. Mannréttindi og afleidd réttindi fengust eftir að almenningur fékk frelsi til að tjá hugsanir sínar án hættu á refsingu. Með slaufun og félagslegri útilokun fyrir ,,rangar" skoðanir er borðið dekkað fyrir fasista sem leyfa aðeins eina skoðun og ekki önnur réttindi en þau að þegja og hlýða.

Gott aðgengi að kúgun er réttnefni á verkefni Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og Öryrkjabandalagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Dögg Sverrisdóttir

Hér er ein góð sem kastar steinum úr glerhúsi.Gæti verið mynd af 1 einstaklingur og texti

Helga Dögg Sverrisdóttir, 8.2.2023 kl. 10:17

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Getur þessi Arna útskýrt það sem hún skrifar, en á íslensku?

Hver er að útrýma hverjum?

Hef grun um að hér sé einhver kleppari á ferli.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.2.2023 kl. 15:47

3 Smámynd: Baldur Gunnarsson

Svo mikill er hávaðinn vegna ,,haturs" þessi misserin að halda mætti að dýrlingar hafi séð draug. Burtséð frá því hvort þessi unga kona hatar eitthvað eða ekki þá má gjarnan minnast þess að hatur er ekki glæpsamlegt. Stundum er það ekki einu sinni syndsamlegt.     

Baldur Gunnarsson, 8.2.2023 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband