Mánudagur, 2. janúar 2023
Sakborningur segist ekki bloggari
,,Við erum ekki bloggarar" er fyrirsögnin á leiðara félagstíðinda Blaðamannafélags Íslands, sem kom út rétt fyrir nýliðin áramót. Höfundurinn er varaformaður BÍ, Aðalsteinn Kjartansson.
Aðalsteinn er sem blaðamaður Stundarinnar einn fjögurra sakborninga í lögreglurannsókn á byrlun- og gagnastuldi, máli kennt við Pál skipstjóra Steingrímsson. Skipstjórinn varð fyrir samræmdri atlögu RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans) á heilsu sína, eigur og einkalíf. Málið bíður ákæru.
Þakka ber Aðalsteini játninguna, að hann sé blaðamaður en ekki bloggari. Enginn bloggari myndi ljá máls á aðild að afbroti vegna umfjöllunarefnis. Blaðamenn, á hinn bóginn, víla ekki fyrir sér stunda glæpi við öflun fréttaefnis, eins og dæmin sanna.
Íslenskt samfélag yrði betra með fleiri bloggurum en færri blaðamönnum. Kannski skrifar varaformaður BÍ í næsta tölublað Blaðamannsins um æskilega fækkun afbrotamanna í stéttinni. Vitað er að afbrotafjölmiðlum fækkar um einn í næstu viku - þegar Stundin og Kjarninn sameinast.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.