Mánudagur, 19. desember 2022
Messi og kápan svarta
Knattspyrna er eina alheimsíþróttin. Almúgi sem auðmenn setja tíma og fjármuni í leikinn þar sem þeir bestu eru hálfguðir. Einn geðþekkasti þeirra, Lionel Messi, tók við æðstu verðlaunum íþróttarinnar, heimsmeistaratitlinum.
Emírinn í Katar, gestgjafalandsins, klæddi Messi í svarta yfirhöfn við afhendingu verðlaunanna. Samkvæmt fréttum er kuflinn arabískur viðhafnarklæðnaður. Vísir segir ,,vakti það undrun og jafnvel hneykslan að Emírinn hafi tekið upp á því að klæða Messi í svörtu skikkjuna á þessari sögulegu stund."
Knattspyrna er alheimsíþrótt en hún er hvorki iðkuð af heimsborgurum né eru áhangendur, almúgi sem auðmenn, rótlaust þang á heimshöfunum. Heimsmeistaramótið er keppni landsliða og þjóðarstolt í húfi. Gestgjafalandið keypti til sín mótið og vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þannig kemur svarta kápan til sögunnar.
Messi og Argentínumenn eru vel að titlinum komnir. Allt hitt er neðanmálsgrein.
Kun Aguero bar Messi á herðum sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.