Þriðjudagur, 15. nóvember 2022
Bjarni hryggbraut Glæpaleiti, Kristrún refsaði
Aktívistar RÚV líta á sig sem æðstupresta opinberrar umræðu á Íslandi. Þeir velja sér skjólstæðinga úr röðum þingmanna til að tryggja óheftan aðgang að almannafé. Í staðinn fá þingmenn kastljósinu beint að sér.
Dagskrárvald RÚV er notað til að halda á lofti málefnum sem aktívistum er kær s.s. manngerðu veðurfari og hælisleitendum en þagga niður óþægileg mál, t.d. aðild starfsmanna að sakamálum.
Æðstuprestarnir boðuðu Bjarna formann í skýrslutöku á Glæpaleiti. Formaður Sjálfstæðisflokksins afþakkaði uppleggið.
Kristrún formaður Samfylkingar, skjólstæðingur aktívistanna, var fengin til að úthluta formanni Sjálfstæðisflokks refsingu.
Segir Bjarna ekki þora að mæta sér í Kastljósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það æpir á mann hverra erinda formaður blaðamannafélagsins, Sigríður Dögg, gengur.
Það er furðulegt að opinber starfsmaður fréttamiðils komist upp með að vera svona laus við hlutleysi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2022 kl. 15:06
Þó ég teljist seint fylgismaður Bjarna var ekki annað hægt en að dást að framgöngu hans í Kastljósinu. Þegar menn mæta í sjónvarp, til að svara spurningum fréttamanns, þarf styrk til að sitja undir einræðum þeirra fréttamanna. Það vantaði svo sem ekki spurningarnar, en fæstum þeirra fékk BB að svara. Spyrillinn tók sífellt af honum orðið og svaraði eigin spurningum, með tilheyrandi ræðum stjórnmálamanns í kjölfarið. Sigríður Dögg hefði allt eins getað tekið þetta viðtal við Bjarna að honum fjarverandi. Fullkomnað þannig einleik sinn.
Gunnar Heiðarsson, 15.11.2022 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.