Heilvitar og siðferðisbrestir annarra

Heilvitar Eflingar, VR og Starfsgreinasambandsins, oft kallaðir verkó, finna sig ekki í ASÍ, segir fremstur heilvita, Sólveig Anna.

ASÍ er vettvangur málamiðlana. Þegar heilvitarnir í verkó gerðu sig gildandi fyrir nokkrum misserum var vel tekið á móti þeim. Ferskir vindar þóttu blása í hreyfingunni.

Heilvitarnir voru aftur ekki mættir til málamiðlana og finna samnefnara í hreyfingu launþega. Annað hékk á spýtunni en að fylkja liði og ná árangri.

Sólveig Anna segir þá sem andmæla sér glíma við ,,siðferðisbresti." Formaður Eflingar hefur áður sýnt hvernig hún tekur á þeim sem ekki fylgja línunni. Eftir að hún náði formennsku á ný voru hreinsanir í Eflingu, fjöldauppsagnir.

Heilvitarnir í verkó eru meira fyrir að brjóta og bramla en að byggja upp. Umfram allt eru heilvitarnar þarna fyrir sjálfa sig, ekki aðra. 

 


mbl.is „Hvaða heilvita manneskja vill starfa í svona umhverfi?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sem iðnaðarmaður tel ég ekki að ASí sé yfirhöfuð nauðsynlegt apparat. Samtökin hugsa um hag háskólamenntaðra starfsmanna í BSRB og kennarasamtökunum en láta venjulegt ófaglært verkafólk og iðnaðarmenn sitja á hakanum. Dæmi um það eru lífeyrissjóðirnir þar sem himinn og haf skilja milli réttinda fólks úti á hinum almenna markaði og fólks sem starfar hjá ríkinu. 

Jósef Smári Ásmundsson, 12.10.2022 kl. 08:49

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ísland er orðið sannkallað ráðstjórnarríki þar sem opinberir starfsmenn eru æðri og njóta mun betri kjara og réttinda. Lífeyrissjóðirnir eru náttúrulega kapituli út af fyrir sig þar sem lítill hópur fólks ráðskast með sparifé landsmanna sem hefur verið gert upptækt með valdi. Ég skil ekki hvernig hægt er að sannfæra fólk um að þessi skattur sé lífeyrissjóður. Það er augljóst að verkalýðsforkólfar ættu að gera skýlausa kröfu um að félagsmenn ávaxti sitt pund sjálfir sem væri stærsta kjarabót sem um getur án þess að það hefði áhrif á verðlag. Þeir hafa engan áhuga á því.

Kristinn Bjarnason, 12.10.2022 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband