Þriðjudagur, 11. október 2022
Hótanir, flóttamenn og gerræði
Löngu áður en sæi högg á vatni í flóttamannavanda heimsbyggðarinnar yrði íslensk menning fyrir óbætanlegum skaða. Samfélag verður til með sameiginlegum siðum og sögu og umfram allt tungumáli.
Flóttamenn sem koma hingað til lands, hvort heldur á sönnum forsendum eða fölskum, eru ekki hluti af íslensku samfélagi, eðli málsins samkvæmt. Ekki frekar en að Íslendingur verði hluti af sómölsku samfélagi kjósi hann flutning þangið. Sá íslenski getur orðið sómalskur með tíð og tíma, tileinki hann sér siði, háttu og tungu heimamanna. Alveg eins og útlendingar geta orðið íslenskir semji þeir sig að samfélaginu.
Íslendingar eru 370 þúsund. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að flóttamenn í heiminum telji 100 milljónir.
Það liggur í augum uppi að hvað sem Ísland gerir í málefnu flóttamanna breytir það nær engu um vandann.
Sennilega er þorri Íslendinga hlynntur viðtöku hælisleitenda. Spurningin er hve mörgum á að veita nýtt heimili hér á landi. Í allri umræðunni um flóttamenn fer lítið fyrir tölum. Á að veita 50 hæli á ári? 500? 5000? Eða 50 þúsund?
Í stað þess að ræða tölur er hótunum beitt, samanber meðfylgjandi frétt. Aðrir setja sig á háan hest, þykjast dygðugri en þeir sem tala af raunsæi. Nefna þó aldrei hve mörgum flóttamönnum ætti að taka við. Enn síður að kostnaðurinn sé tekinn með í reikninginn.
Útkoman verður geræðisleg stjórnsýsla, hvorki Íslendingum til hagsbóta né hælisleitendum. Útlendingar koma hingað vegna innviða samfélagsins. Með opnum landamærum hrynja innviðirnir. Má biðja um heilbrigða skynsemi í umræðunni? Eða er það til of mikils mælst?
Hvetja listafólk til að spila ekki á Airwaves | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sennilega er þorri Íslendinga hlynntur viðtöku hælisleitenda.
Spurningin er hve mörgum á að veita nýtt heimili hér á landi. Í allri umræðunni um flóttamenn fer lítið fyrir tölum.
Á að veita 50 hæli á ári? 500? 5000? Eða 50 þúsund?????????????
Útkoman verður geræðisleg stjórnsýsla, hvorki Íslendingum til hagsbóta né hælisleitendum. Útlendingar koma hingað vegna innviða samfélagsins.
Með opnum landamærum hrynja innviðirnir. Má biðja um heilbrigða skynsemi í umræðunni? Eða er það til of mikils mælst?
Jón Þórhallsson, 11.10.2022 kl. 08:48
Soros og WEF safna ofbeldisfólki um málstaðinn!!!
Ragnhildur Kolka, 11.10.2022 kl. 09:20
Sýnum þá djörfung og dug eða höfum við ekki tekið á móti fleiri flóttamönnum en við þolum,og ættu með rétti að hafa með það að gera hverjum og hversu mörgum við bætum við.
Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2022 kl. 12:18
það ma engu bæta við ef ekki virkilrga illa á að fara ....ER ÞAÐ MARKMIÐIÐ AÐ BIÐA EFTIR ÞVI ???
rhansen, 11.10.2022 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.