Krafa um frið í Úkraínu, uppgjöf líklegri

Hægrisinnaður hagfræðingur heimsþekktur, Jeffery Sachs, er orðinn gagnrýninn á vestrænan stríðsrekstur í Úkraínu. Vinstrisinnuð útgáfa sem styður stríðið, Guardian, harmar sokkinn koststað, hernaðarlegan og pólitískan, í Garðaríki.

Raddir friðar heyrast þrátt fyrir að Úkraínumenn ættu sterkan september á vígvellinum. Þeir tóku Karkhíf-hérað í norð-austri, náðu nyrsta hluta Kherson-héraðs í suðurhluta landsins og Liman á austurvígstöðvunum. Í október hefur hægt á sókn Úkraínumanna. Rússar byggja upp nýjan herstyrk með herkvaðningu. Þá eru Rússar komnir að borgarmörkum Bakmut sem er hernaðarlega mikilvægari en Liman.

Þótt ekki fari það hátt í fjölmiðlum dregur úr stuðningi við Úkraínustríðið í Vestur-Evrópu. Þar bítur orkuskorturinn sárt. Margföldun á orkureikningum heimilda er högg sem þeir efnaminni mega illa við. Dýrari orka er bein afleiðing stríðsins.

Hernaðurinn í september átti að sannfæra vestrið að Úkraínumenn gætu með vestrænu fjármagni og vopnum hrakið Rússar úr landinu. Sigrar í september voru sætir en dýrkeyptir í mannslífum. Bandarískur ofursti, Dogulas McGregor, telur að mannfall Úkraínumanna sé 100 þúsund, særðir séu á þriðja hundrað þúsund. Rússar safna liði til að hefja sókn þegar jörð frýs. Yfirtala Rússa verði afgerandi, telur ofurstinn.

Stjórnin í Kænugarði er alfarið háð vestrænum stuðningi. Fái kröfur um frið byr í seglin á vesturlöndum dregur úr vilja til að vopna og fjármagna Úkraínu. Eftir allar mannfórnirnar getur stjórn Selenskí ekki sjálfviljug gengið að samningaborðinu. Raunar má efast um að sitjandi stjórn gangi nokkru sinni til samninga. 

Í mars strönduðu friðarsamningar Rússa og Úkraínumanna. Þá voru forsendur til að ná friði er skildi Úkraínu eftir sem lífvænlegt þjóðríki. Nú eru aðstæður allar verri. Þannig háttar til með stríð að eftir því sem þau vara lengur verður erfiðara að semja frið. Uppgjöf er nærtækari. Í tilfelli Úkraínu verður reynt að klæða uppgjöfina friðarsamningum.

ps síðdegis

Lesandi hafði samband og benti á að fullmikil gamansemi væri að kalla Sachs hægrisinnaðan hagfræðing. Tifallandi höfundur hafði í huga Sachs frá tíunda áratugnum þegar hagfræðingurinn ráðlagði nýhrundum Sovétríkjunum hvernig ætti að skipta með hraði úr áætlunarbúskap yfir í markaðshagkerfi. Síðan hafa áherslur Sachs breyst. Líklega mætti flokka hann sem miðvinstrimann í hagspeki, að ekki sé sagt sósíalista.


mbl.is Sprengingin „hryðjuverk“ Úkraínumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef Vesturlönd vilja frið ættu þau að taka Selensky frá völdum, koma öðrum lepp þar inn sem væri meira fyrir friðarsamninga og semja um að Rússar haldi herteknum landsvæðum en seilist ekki lengra. 

Eftir 20 til 30 ár þegar Pútín verður farinn frá völdum er sennilegt að einhver samningsliprari komist þar við völd sem vill losna við landsvæðin í Úkraínu og meira til.

Eins og Kínverjar vita, svona stríð vinnast frekar á löngum tíma með stjórnkænsku en vopnum.

Ingólfur Sigurðsson, 10.10.2022 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband