Símtal frá blaðamanni Stundarinnar

Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður Stundarinnar hringdi í tilfallandi bloggara í gær með eina spurningu: færðu greitt fyrir að skrifa um RSK-sakamálið?

Ingi Freyr kom vel fyrir, var skýr og háttvís eins og hann á kyn til.

Ég svaraði á þá leið að á þeim um 20 árum sem ég hef bloggað, samtals á fjórtánda þúsund færslur, hef ég aldrei fengið eina einustu krónu greidda fyrir tiltækið.

Þá spurði blaðamaður Stundarinnar: en færðu aðrar greiðslur, t.d. fyrir ráðgjöf eða slíkt?

Nei, svaraði ég, ekki heldur. Mér er annt um samfélagið sem ég bý í og blogga um þau mál sem mér eru hugleikin hverju sinni. Stundum er það eitt blogg um eitt mál en bregður fyrir að sum mál fái meiri athygli. Svona eins og gengur.

Áður en við slitum samtalinu spurði ég Inga Frey hvort hann ætlaði að skrifa frétt um málið í Stundina.

Nei, svaraði Ingi Freyr, það er ekki-frétt að þú fáir ekkert borgað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Ég er ekki viss um að þetta sé rétt mat hjá blaðamanninum. Fjölmargir hafa skrifað athugasemdir við færslur á þessari síðu þar sem vissa um hið gagnstæða kemur fram. Og ég held að mjög margir þeirra lesi Stundina.

Hólmgeir Guðmundsson, 24.9.2022 kl. 08:59

2 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Hátíðar bloggarinn hefur talað..:)

Helgi Rúnar Jónsson, 24.9.2022 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband