Mánudagur, 19. september 2022
Ragnar Ţór og Sólveig splundra ASÍ
ASÍ gerir hvorki kjarasamninga né bođar verkföll. Ţađ gera einstök stéttarfélög. ASÍ er aftur vettvangur verkalýđsfélaga ađ móta stefnu og áherslur. Ţá er ASÍ samráđsađili Samtaka atvinnulífsins og stjórnvalda.
Allt stefnir í ađ Ragnar Ţór formađur VR og Sólveig Anna formađur Eflingar yfirtaki ASÍ. Bćđi eru pólitískir ađgerđasinnar sem nota félagsauđ verkalýđshreyfingarinnar ađ komast til valda og áhrifa. Fyrir fjórum árum vildi Ragnar Ţór ,,mótmćla stjórnmálaástandinu á Íslandi" og pantađi gul vesti. Sólveig Anna er ásamt Gunnari Smára ţekktasta andlit Sósíalistaflokksins.
Helsta mein íslensks samfélags er, ađ áliti Ragnars Ţórs og Sólveigar, ađ ţau sjálf hafa ekki nóg völd.
Ţeim er hjartanlega sama um launafólk og almenning. Orđfćri beggja einkennist af tilfinningaţrungnum slagorđavađli um stéttabaráttu og óréttlćti heimsins. Bćđi gera út á ađ fólk sé fífl. Ísland er eitt mesta jafnlauna land í heimi en samkvćmt Ragnari Ţór og Sólveigu Önnu er nćr ólíft á Fróni vegna misskiptingar auđs.
Ţorri talsmanna launafólks er međ báđa fćtur á jörđinni og vita nógu mikiđ um mannlífiđ og vinnumarkađinn til ađ ná ásćttanlegum málamiđlunum. En á ţetta fólk er ekki hlustađ. Tvíeykiđ međ stóru yfirlýsingarnar fćr fyrirsagnir og viđ ţađ situr.
ASÍ í höndum ađgerđasinna dćmist úr leik. Engin eftirspurn er í samfélaginu eftir byltingu. Rétt eins og Sólveig stútađi Eflingu fer ASÍ á tjá og tundur. Miđstöđ verkalýđsfélagana verđur fórnađ fyrir valdaskak einstaklinga međ hégóma í öfugu hlutfalli viđ mannvit.
Týpur eins og Ragnar Ţór og Sólveig Anna ţrífast ekki í heimi málamiđlana. Ţau heimta allt eđa ekkert. Ţannig fer fyrir ASÍ. Skötuhjúin fá ASÍ og ekkert verđur eftir af sambandinu sem kennt er viđ alţýđu.
![]() |
Sólveig býđur sig fram |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.