Sunnudagur, 18. september 2022
Píratar, fagfólk í byltingu
Píratar eru tíu ára. Fólk sem ekki fann sig i hefđbundnum stjórnmálum, og ekki í hversdagslífinu, stofnađi flokkinn. Slíkt fólk er alltaf til, var kallađ bóhemar á millistríđsárunum, hippar á áttunda áratug liđinnar aldar. Nćr undantekningalaust heldur ţetta fólk sem lengst í unglinginn í sjálfum sér, er sveimhuga og festir ekki rćtur.
Eftirhrunsárin, međ vantrausti á stofnanir og samfélagsgildi, var kjörlendi rótlausra sveimhuga. Fyrir sögulega tilviljun féll hruniđ saman viđ byltingu í samskiptaháttum sem kennd er viđ samfélagsmiđla. Ţađ skóp tćkifćri fyrir ţá sem vaka fram á nótt og sofa til hádegis.
Píratar náđu oft stórkostlegum árangri í skođanakönnunum, voru iđulega nćst stćrsti flokkurinn, gott ef ekki sá stćrsti í einum eđ tvennum. Í fyrstu ţingkosningum, 2013, fékk flokkurinn fimm prósent og ţrjá ţingmenn. Í kosningunum ţar á eftir, sem má kenna viđ Panamaskjölin og nýtt allsherjarvantraust, toppuđu Píratar međ 14,5 prósent. Ári seinna fór fylgiđ niđur í 9,2% og síđustu kosningar gáfu ađeins 8,6 prósent fylgi. Hćg en örugg hnignun eftir ţví sem samfélagiđ normaliserast.
Sögulegt hlutverk Pírata er ađ gera vinstrimönnum erfitt um vik ađ ná vopnum sínum. Samfylkingin er á eyđimerkurgöngu frá stofnun Pírata. Gunnar Smári og sósíalistar nota sniđmát Pírata til frekari óskunda. Vinstri grćnir komust í skjól frá rótleysinu međ ríkisstjórnarađild frá 2017.
Halldóra Mogensen ţingmađur Pírata nefnir helstu áherslumálin: skađaminnkun og afglćpavćđingu neysluskammta, skilyrđislausri grunnframfćrslu..."
Sem sagt, ađ fá friđ til ađ dópa sig á launum frá ríkinu. Bóhemar og hippar hefđu sagt ţetta sama. Rótlausir sveimhugar nenna sjaldnast ađ dýfa hendi í kalt vatn.
En, auđvitađ, er til muna snjallara ađ kenna eigin leti og ómennsku viđ byltingu. Ţeir sem nenna ekki ađ vinna í sjálfum sér eru ţess fljótari ađ kenna samfélaginu um örbirgđ sína og eymd.
Í viđtengdu viđtali segir Jón Ţór Ólafsson, einn af stofnendum Pírata ađ fagfólk stjórni flokknum núna og hann geti rólegur unniđ í eigin málum - međ hugleiđslu. Á námskeiđi.
Í viđtalinu viđ Jón Ţór kemur einnig fram ađ forystan haldi ,,lokađ teiti" í tilefni afmćlisins. Fagfólkiđ í byltingunni er orđiđ elíta. Gömul saga og ný.
Vantraust á vald ţegar flokkurinn var stofnađur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.