RÚV normaliserar glæpi

RÚV er ekki trúverðugur fréttamiðill, og getur ekki verið það, þegar um er að ræða mál eins og stafrænt kynferðisofbeldi, líkamsárás með byrlun, gagnastuld, brot á friðhelgi einkalífs og misnotkun á andlega veikum.

Það er kallað normalisering á glæpum þegar látið er eins og að þeir sem eru sakborningar geti haldið áfram störfum á opinberum vettvangi eins og ekkert hafi í skorist. Í lögreglurannsókn verða þeir einir sakborningar sem gögn benda til að hafi brotið af sér.

RSK-sakamálið leiddi til að fjórir einstaklingar, þrír með sterka tengingu við RÚV, þar af einn yfirmaður, eru með stöðu sakborninga. 

RÚV hefur ekki gert grein fyrir aðkomu stofnunarinnar að sakamálinu. Engin innanhússrannsókn hefur farið fram, svo vitað sé. Fjölmiðlar taka þátt í hvítþvotti ríkisfjölmiðilsins og láta eins og ekkert sé sjálfsagðara en að sakborningar fari með dagskrárvald í opinberri umræðu. 

Eftir að tilkynnt var hverjir sakborningar væru gerði RÚV einn þeirra, Þóru Arnórsdóttur, að umræðustjóra í kosningasjónvarpi 13. maí síðast liðinn. Annar, Þórður Snær ritstjóri Kjarnans, mætir reglulega sem verktaki á RÚV að gefa álit á þjóðmálum. RÚV leggur sig fram um að normalisera glæpi.

Allur fréttaflutningar RÚV um stafrænt kynferðisofbeldi, líkamsárás með byrlun, gagnastuld, brot á friðhelgi einkalífs og misnotkun á andlega veikum hlýtur að litast af því stofnunin telur að sakborningar í slíkum málum eigi heima á opinberum vettvangi með sömu verðleika og heiðarlegt fólk.

Nýja normið á RÚV er sópa undir teppið alvarlegum afbrotum eins og byrlun og stafrænu kynferðisofbeldi. Eða hyggst ríkisfjölmiðillinn hafa eitt siðferðisviðmið gagnvart samfélaginu og allt annað fyrir starfsmenn RÚV og bandalagsmiðla, Stundina og Kjarnann? Mun einhver taka mark á slíkri hræsni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ef ég, í krafti aðstöðu minnar, dansa á línu laga og réttar, dett af línunni öðru hvoru og þá gjarnan röngu megin.  Þagga allt niður með kaupum á fjölmiðlum og hótumum á bakvið tjöldin. Legg líf fólks í rúst í leiðinni og þræti fyrir allt saman og kemst upp með það.  Öll sagan er á símanum og eru sönnunargögn um mína litríku hegðun.  Þá eru nokkrar tippamyndir á símanum nóg til að snúa allri umræðu frá sönnunargögnunum og gerir allt heila klabbið prívat, er það málið?

Tryggvi L. Skjaldarson, 16.9.2022 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband