Miðvikudagur, 14. september 2022
Samherjafrétt á Glæpaleiti
Laust fyrir hádegi í gær loguðu fjölmiðlar á Íslandi. Allir sem einn stukku á stórfréttina um ófrið í Flokki fólksins. Stórkanónur blaðamanna, Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi á vísi.is skrifuðu saman frétt. Allir miðlar uppfærðu reglulega stærsta fréttamálið.
RÚV, eins og oft áður, var senuþjófurinn. Fyrsta fyrirsögnin af óeirð í Flokki fólksins norðan heiða var þessi:
Segir konur sæta niðrandi framkomu af hálfu samherja
Blaðamanninn klæjaði í fingurna að setja stórt ess á síðasta orðið í fyrirsögninni. Samherji og fréttir af vondslegri veröld eru samheiti á fréttastofu sakborninga. Fyrirsögn annarrar útgáfu fréttarinnar varð:
„Sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar“
Fyrirsögnin endurspeglar hugarástandið á Glæpaleiti. Aðeins á yfirborðinu er fréttin um ástandið í fjöldahreyfingu Ingu Sæland.
Það verður ekki logið á íslenska blaðamenn. Alltaf eru þeir með fingurinn á púlsinum að lesa tifið í þjóðarsálinni.
Íslenskir blaðamenn eiga auðvelt með að skilja hismið frá kjarnanum (lítið ká).
Allt sem viðkemur ati í smáflokki er stórfrétt.
Ekkert er frétt sem viðkemur líkamsárás með byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og misnotkun á andlega veikum. Einkum og sérílagi ef blaðamenn eru sakborningar.
Íslensk blaðamannastétt er tröll að vitsmunum og dómgreind.
![]() |
Miður sín vegna málsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Blaðamenn hafa hríðfallið í áliti hjá þjóðinni, vegna hlutdrægrar blaðamennsku.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.9.2022 kl. 08:01
Enda eru þetta ekki blaðamenn heldur "BLAÐURSMENN"
Sigurður Kristján Hjaltested, 14.9.2022 kl. 11:11
Ef ég man rétt tuskuðust blaðamenn stjórnmálaútgáfanna snemma á seinustu öld,en held aldrei um "krítur" félagsfunda.Eitt er mér þó minnisstætt þegar Þjóðvilja ritstjóri? skrifaði frétt um flugsýningu BNA á Keflavíkurflugvelli. Það var þá sjaldgæf sjón og flykktust margir þangað og kannski talið að þangað færu bara Sjálfstæðismenn,kommar vildu yfirleitt ekkert af hermönnum vita hér á Íslandi.En Þessi fágæta sýning fór ekki framhjá blaðamönnum Þjóðviljans svo þeim var skylt að skrifa frétt um hana.Orðrétt man ég hana ekki,"en látið var að því liggja að áhorfendur færu til að sjá ef árekstur yrði og einhver þeirri hrapaði til jarðar". Geta má nærri að sá uppspuni hafi farið fyrir brjóstið á mönnum,en innst inni hefur heiftarlegur pirringur ráðið för og smitað andstæðinginn;Grímulaust!!
Helga Kristjánsdóttir, 15.9.2022 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.