Kristrún: samstaða með lögum eða glæpum?

Kristrún Frostadóttir verður krýnd formaður Samfylkingar í haust. Í fjölmiðlaviðtali segist Kristrún boða samstöðustjórnmál.

Flokksstjórnarfundur Samfylkingar gerði samþykkt i júní í fyrra. Í frétt RÚV segir

Flokkssstjórnarfundur Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þar sem útgerðarfyrirtækið Samherji er gagnrýnt harðlega. Framganga félagsins gagnvart kjörnum fulltrúum, stjórnmálamönnum og fjölmiðlafólki sé óafsakanleg. Fyrirtækið og stjórnendur þess skorti alla auðmýkt því þjóðin eigi þá auðlind sem það hefur fengið að hagnýta.

Í samþykkt Samfylkingar segir ennfremur að afsökunarbeiðni Samherja sé ,,innihaldsrýr" og að stjórnendur félagsins eigi að ,,skammast sín" fyrir framgöngu starfsfólks.

Tilefni þessarar harðorðu samþykktar er fréttaflutningur RSK-miðla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans af meintri ,,skæruliðadeild." Fréttirnar voru samskipti Páls skipstjóra við samstarfsmenn sína í einkaskilboðum. Engin lög voru broti af Páli og þeim sem hann átti í samskiptum við. Spjall þeirra og vangaveltur voru ekki hegningarlagabrot. Páll skipstjóri skrifaði greinar í fjölmiðla og fékk aðstoð almannatengils. Þykir ekki tiltökumál.

Í meðförum RSK-miðla urðu einkagögn Páls skipstjóra að sérstakri deild í skipuriti Samherja, kennd við skæruliða. Það er skáldskapur. Miðað við framferði blaðamanna RSK-miðla er títtnefnd deild skátafélag og skipstjórinn prúður fermingardrengur. 

Það liggur fyrir að Páli skipstjóra var byrlað og síma hans stolið að undirlagi RSK-miðla. Eftir að síminn komst í hendur blaðamanna stunduðu þeir stafrænt kynferðisofbeldi og brutu á friðhelgi einkalífs. Blaðamenn misnotuðu andlega veika konu sem var fengin til verksins, að byrla Páli og stela síma hans. Blaðamenn hugsuðu aðeins um ,,faglega og fjárhagslega" hagsmuni, segir í skýrslu lögreglu, og skeyttu engu um velferð mjög veikrar konu.

Hvað gerir Samfylkingin? Mun flokkurinn fordæma glæpi RSK-miðla? Mun flokkurinn segja líkamsárás með byrlun, gagnastuld, stafrænt kynferðisofbeldi og misnotkun á veikri konu ,,óafsakanlegt" athæfi?

Hvar liggur samstaða ókrýndrar Kristrúnar? Með lögum eða glæpum? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Bergz

Verður a.m.k. erfitt fyrir Samfó að bakka frá þessari samþykkt. Svona er þegar stjórnmálaflokkar láta berast eftir vindum samfélagsins og af vinsældaleit sem stjórna því hvaða afstaða er tekin. Virðist af þessu vera stærsti popúlistaflokkur landsins.

Snorri Bergz, 12.9.2022 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband