Þriðjudagur, 6. september 2022
Þórður Snær: En ég fékk verðlaun...
RSK-sakamálið, þar sem blaðamenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans eru sakborningar, telur einar 400 blaðsíður og er það þó ekki nema hluti gagnanna. Lögmenn sakborninga fá gögn í framhaldi af skýrslutöku.
Er Þórður Snær ritstjóri Kjarnans mætti vonum seinna í lögregluyfirheyrslu í byrjun ágúst, sagði hann fátt en tók skýrt fram að hann væri verðlaunablaðamaður. Rannsóknablaðamennska ársins hét það hjá Blaðamannafélagi Íslands er Þórður Snær fékk fréttir frá Efstaleiti unnar upp úr stolnum síma Páls skipstjóra og birti í Kjarnanum.
Gögnin sýna víðtækt samráð blaðamanna þriggja fjölmiðla að gera sér mat úr stolnu efni, fengið með byrlun. Óhugnanlegar tilraunir að sverta mannorð einstaklinga sem blaðamönnum er í nöp við er þema RSK-miðla. Mannorðsmeiðingar klæddar í búning frétta.
RSK-sakamálið snýst um líkamsárás/manndrápstilraun með byrlun, gagnastuld, stafrænt kynferðisofbeldi, brot á friðhelgi einkalífs og misnotkun á andlega veikri konu.
Gögnin sýna blaðamenn í hlutverki hjónadjöfuls til að koma höggi á einstaklinga.
Fyrstu 400 blaðasíður málsgagna eru komnar í dreifingu hjá þrem fjölmiðlum: RÚV, Stundinni og Kjarnanum. En það er ekkert að frétta. Almenningi koma ekki við glæpir fjölmiðla. Verðlaun eru aftur uppsláttur.
Engin dæmi eru í annálum íslenskra starfsgreina um að stéttarfélag verðlauni glæpi. Fjölmiðlar og blaðamenn bíta svo höfuðið af skömminni með þögn eftir að glæpurinn er afhjúpaður.
Athugasemdir
Þögnin er ærandi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.9.2022 kl. 13:11
Er ekki málið bara að búa til fleiri verðlaun og gefa þeim flott heiti og verðlauna svo þá sem eru í uppáhaldi?
Fiðrildi ársins: Sá stjórnmálamaður sem lætur auðveldast feykja sér til í stefnumálum, gjarnan eftir því sem vindar blása
Blóm ársins: Sá sem á góðan sprett hluta ársins en fölnar svo aðra hluta ársins
Engill ársins: Sá sem stígur frá himnum með ljósadýrð og loforðaflaumi en lætur sig svo hverfa og enginn man eftir að hafa séð hann og getur ekki sannað tilvist viðkomandi
Dýrðlingur ársins: Einhver með misjafna fortíð og umdeilda en orðinn svo roskinn að enginn man það en sér viðkomandi eldast vel og koma vel fyrir og man ekki eftir neinu sem raunverulega fór fram í ferli viðkomandi, og allt hljóti þar með að hafa verið góðverk og óeigingjarnt starf
Regnbogi ársins: Einhver sem passar sig mjög vel á að tala vel um og við allt og alla en lætur sig svo hverfa með gullpottinn
Geir Ágústsson, 6.9.2022 kl. 20:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.