RSK-miđlar og tilrćđiđ viđ Pál skipstjóra

RSK-miđlar, RÚV, Stundin og Kjarninn, skipulögđu tilrćđi ađ heilsu og einkalífi Páls skipstjóra Steingrímssonar. Tilrćđismađurinn sjálfur var nákominn Páli. Hans bíđur ákćra um tilraun til manndráps. 

Skipulagiđ gekk út á ađ byrla fyrir Páli skipstjóra, stela af honum símanum á međan hann var óvígur, afrita innihaldiđ og skila símanum áđur en skipstjórinn kćmist til međvitundar.

Eitrađ var fyrir Páli 3. maí fyrir hálfu öđru ári. Um nóttina var hann fluttur á gjörgćslu međ sjúkraflugi og vart hugađ líf. Áćtlunin gekk eftir. Síminn komst í hendur RSK-miđla sem afrituđu. Tćkinu var komiđ aftur fyrir í föggur skipstjórans á međan hann vissi hvorki í ţennan heim né annan.

Ađalsteinn Kjartansson fréttamađur á RÚV skipti föstudaginn 30. apríl 2021 um vinnustađ, fjórum dögum áđur en Páli var byrlađ. Hann gaf lođin svör í viđtali daginn sem hann hćttir, talar um ,,persónulegar ástćđur" og segist á leiđinni í frí. En síđdegis sama dag er Ađalsteinn kominn á ritstjórn Stundarinnar sem gefur út sérstaka tilkynningu. Almenningur vissi ekki ađ á bakviđ tjöldin voru RÚV, Stundin og Kjarninn einn og sami miđillinn.

Ađalsteini var ćtlađ ađ vinna úr símagögnunum en mátti ekki hafa starfsstöđ á Efstaleiti. Ţórđur Snćr á Kjarnanum var í sama hlutverki. Miđstöđin var á Efstaleiti en Stundin og Kjarninn sáu um dreifinguna. Ţađ var gert međ nákvćmu skipulagi. Kjarninn og Stundin birtu samhljóđa fréttir ađ morgni dags 21. maí. Skipulagiđ var svo nákvćmt ađ daginn áđur höfđu Ađalsteinn og Ţórđur Snćr samráđ um hvenćr skyldi hringt í skipstjórann.

En hvers vegna var beđiđ međ ađ birta fréttir úr síma Páls í rúman hálfan mánuđ? Símanum var stoliđ 4. maí en engar fréttir fyrr en 21. maí. Sćmilega vanur blađamađur skrifar svona frétt á 2-4 klukkustundum, ţekki hann til málsins.

Skýringin er ađ Pál skipstjóra átti ekki ađ gruna ađ gögnin vćru frá honum komin. Og ef hann skyldi fá hugbođ um hvers kyns vćri átti ađ vera ómögulegt ađ sanna ađild RSK-miđla. Snjallsímar skrá stađsetningu sína og geyma upplýsingarnar 14 daga aftur í tímann. Eftir tvćr vikur er símtćkiđ búiđ ađ ,,gleyma" hvar ţađ var dagana á undan.

En ţegar Páll skipstjóri komst til međvitundar eftir nokkra daga á gjörgćslu sá hann ađ átt hafđi veriđ viđ símann. Hann slökkti á tćkinu til ađ stađsetningarbúnađurinn myndi ekki uppfćrast. Páll var búinn ađ kćra máliđ til lögreglu áđur en fréttirnar birtust í Kjarnanum og Stundinni 21. maí.

Í símanum var einnig smitrakningarforrit, vegna COVID-19. Lögreglan gat séđ hvađa símar voru nálćgt síma Páls á međan tćkiđ var í ţjófahöndum. Í framhaldi fékk lögreglan heimild til ađ hlera blađamenn grunađa um glćp. Á grunni ţeirra gagna verđur ákćrt.

Ađ minnsta kosti fjórir blađamenn eru međ stöđu sakbornings vegna byrlunar- og gagnastulds. Fjölmiđlar segja sama og ekkert um málsatvik en gera gćlur viđ sakborninga.

Ţórđur Snćr ritstjóri Kjarnans mćtti í viđtal hjá RÚV, nema hvađ, til ađ útskýra sakleysi sitt: „Ţađ getur veriđ faglega íţyngjandi og náttúrulega persónulega íţyngjandi ađ sitja undir svona í svo langan tíma.“  En ţađ er ekkert íţyngjandi ađ verđa fyrir eitrun sem fylgir innlögn á gjörgćslu og árás á einkalíf sitt í kaupbćti. Gjörvöll blađamannastéttin finnur til međ Ţórđi Snć. Eins og sést á fjölmiđlum.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

''Lögreglan gat séđ hvađa símar voru nálćgt síma Páls á međan tćkiđ var í ţjófahöndum. Í framhaldi fékk lögreglan heimild til ađ hlera blađamenn grunađa um glćp. Á grunni ţeirra gagna verđur ákćrt.''

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.8.2022 kl. 09:28

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband