Evran sekkur, dollar og króna rísa

Lækkandi gengi evru skýrist einkum af tvennu. Í fyrsta lagi gat evrópski seðlabankinn ekki hækkað vexti í tíma þegar verðbólga fór á skrið. Efnahagsástand evru-svæðisins stóð veikt, ekki síst vegna ríkisskulda aðildarríkja. Bandaríski seðlabankinn hækkaði vexti fyrr.

Í öðru lagi bitnar Úkraínustríðið harðar á meginlandi Evrópu en öðrum heimshlutum. Meiri óvissa um efnahagshorfur leiðir til minni tiltrúar á gjaldmiðlinum. 

Lækkandi gengi evru kyndir undir verðbólgunni, einkum á orku- og hrávörumarkaði þar sem keypt og selt er með dollar.

Íslenska krónan styrkist ásamt dollar.

Má ekki búast við að talsmenn Viðreisnar og Samfylkingar biðjist afsökunar á þeirri firru að upptaka evru þjóni íslenskum hagsmunum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar Loftsson

Dollarinn sekkur líka, hann er á lánuðum tíma.

ofur prentun á honum og svo af-dollarvæðingin boðar dökka tíma.

Og þegar BRICS löndin koma með sameiginlegan varagjaldeyrisforða mynt sína og hætta að nota dollarann. Þá er þett búið spil.

Núna tímabundið eru þjóðir að leita skjóls í dollaranum, en það er tímabundið

Arnar Loftsson, 13.7.2022 kl. 09:45

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Gengið fellur hratt og hefur ekki verið lægra í 20 ár. Verðbólga er 8,6% (án húsnæðisverðs) og hefur aldrei verið hærri. Húsnæðisverð hækkar ógnarhratt. Seðlabankinn getur ekki hækkað vexti til að bregðast við þessari verðbólgu því þá færu löndin sem nota gjaldmiðilinn á hausinn.

Samkvæmt skilgreiningum kratanna eru þetta einkenni ónýts gjaldmiðils.

Staðreyndirnar að ofan eiga við um evrusvæðið.

Önnur staðreynd er að ekkert af ofangreindu hefur neitt með að gera hvað peningaseðlarnir heita, hvernig þeir eru á litinn eða að brýrnar sem þeir eru myndskeyttir með séu allar í einum og sama hollenska smábænum.

Allt ofangreint eru afleiðingar misgóðra ákvarðana sem hafa verið teknar. Pappírsmiðar og málmskífur eru ófær um að taka ákvarðanir.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2022 kl. 19:13

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki get ég alveg skilið þessa athugasemd hjá Arnari Loftssyni eða hvað hann var að meina með henni, dollarinn hefur vissulega "sigið" örlítið gagnvart Íslensku krónunni en evran hefur hreinlega HRAPAÐ.  Sem dæmi var evran á móti dollar 1,04 þann 1. mars en er í dag 1,01 og erfitt er að miða nokkuð við BRICS löndin eins og ástandið er núna.  Kannski er Arnar Loftsson einn af þessum INNLIMUNARSINNUM, sem reynir í örvæntingu sinni að reyna að grípa hvert hálmstrá sem fellur til, sem hann heldur að geti réttlætt "málstaðinn"......

Jóhann Elíasson, 14.7.2022 kl. 07:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband