Þriðjudagur, 5. júlí 2022
Vestrænt gjaldþrot Úkraínu
Úkraína getur ekki orðið ESB-ríki í bráð. Landið er of spillt, uppfyllir ekki lágmarkskröfur Evrópusambandsins um lýðræðislegt stjórnarfar og ábyrgt ríkisvald. Allir stjórnmálaflokkar eru bannaðir í landinu, utan valdaflokksins.
Í viðtengdri frétt segir
Þetta er sameiginlegt verkefni alls lýðræðisheimsins, sagði hann [Selenskí forseti] og benti á að endurreisn Úkraínu væri stærsta framlag til stuðnings alþjóðlegs friðar.
Meintur ,,lýðræðisheimur", a.m.k. sá hluti hans með heimilisfestu í Brussel, segir blákalt að Úkraína sé of spillt til að komast í félagsskapinn. Meint vestræn gildi, sem Selenskí segist berjast fyrir, er herská landvinningastefna, sú sama og galt afhroð í Írak, Sýrlandi, Líbýu og Afganistan - þar áður í Víetnam.
Æ betur kemur á daginn að vestrænt lýðræði er háð stað og stund. Vestræn lýðræðismenning varð fullþroska eftir miðja síðustu öld á vesturlöndum eftir sigur á tvennum öfgum, nasisma og kommúnisma. Frá og með lokum kalda stríðsins gætir innanmeina annars vegar og hins vegar vaxandi andstyggðar annarra menningarsvæða á vestrænum hroka. Hnignuninni fylgja örvæntingarfullar tilraunir að rétta vestrænan hlut með hernaði á framandi slóðum.
Sigur Úkraínu yfir Rússlandi er óhugsandi án aðildar Nató-hermanna, sem fæli í sér kjarnorkuvopnastríð. ,,Alþjóðlegur friður" með þriðju heimsstyrjöld er slagorð sem minnir á ítalska fasista á fyrri hluta síðustu aldar: lifi dauðinn.
Vesturlönd standa ein að stríðinu í Úkraínu. Ríki Suður-Ameríku, Afríku og Asíu (mínus Japan) þvo hendur sínar af útþenslu Nató og ESB. Þeim gest ekki að einpóla heimi Bandaríkjanna.
Ekkert magn vopna vesturlanda bjargar Úkraínu. Verulega gengur á herinn. Reynslumestu sveitirnar eru orðnar liðfáar. Óreyndir hermenn, oft unglingar og gamlingjar, gera sig ekki á vígvellinum andspænis atvinnuher. Almenna reglan í hernaði er að nýliðar endast skemur en þjálfaðir hermenn. Fleiri nýliðar þýðir hærra mannfall. Baráttuvilji helst í hendur við sigurvon og kunnáttu í hermennsku.
Vestrænir fjölmiðlar setja úkraínskar fréttir neðanmáls síðustu daga og vikur. Þegar ekkert er að hafa nema frásagnir af rússneskum sigrum skammast sín vestrænir miðlar. Þeir voru jú búnir að lofa úkraínskum sigri í nafni lýðræðis.
Vesturveldin vita að leikurinn er tapaður. Markmiðið verður að lágmarka skaðann. Úkraínu munu bjóðast loforð sem verða illa eða alls ekki efnd. Þannig fer þegar þjóðríki gera sig að verkfæri herskárra afla sem tala um lýðræði en eiga það eitt erindi að valdefla sérgæsku.
Kosti 100 billjónir að endurbyggja Úkraínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
allt rétt
Arnar Loftsson, 5.7.2022 kl. 11:25
Fréttaflutningur vestrænna miðla þessa dagann um ástand og framtíðarhorfur í Ukraínu minnir mann óþægilega mikið á hvernig fjallað var um tilvist gjöreyðingarvopnanna í Írak á sínum tíma
In the run-up to the 2003 invasion of Iraq, Knight Ridder DC Bureau reporters Jonathan Landay and Warren Strobel wrote a series of articles critical of purported intelligence suggesting links between Saddam Hussein, the obtainment of weapons of mass destruction, and Al-Qaeda, citing anonymous sources.
Landay and Strobel's stories ran counter to reports by The New York Times, The Washington Post and other national publications, resulting in some newspapers within Knight-Ridder chain refusing to run the two reporter's stories. After the war and the discrediting of many initial news reports written and carried by others, Strobel and Landay received the Raymond Clapper Memorial Award from the Senate Press Gallery on February 5, 2004, for their coverage.
Later after the war, their work was featured in Bill Moyers' PBS documentary "Buying The War" and was dramatized in the 2017 film Shock and Awe.
Grímur Kjartansson, 5.7.2022 kl. 16:06
Það má hugga sig við að Úkraína, það sem eftir verður af henni, þarf ekki að byggja upp þann hluta sem tekin verður af henni. Rússar sjá um það.
Ragnhildur Kolka, 5.7.2022 kl. 18:39
Rússar eru betri í að rústa löndum, en að byggja þau upp. Hafa ekki einu sinni getað byggt upp sitt eigið samfélag, þeir eru 200 árum á eftir Vesturlöndum hvað varðar lýðræði, mannréttindi o.m.fl.
Theódór Norðkvist, 5.7.2022 kl. 21:15
Já, og almennt hvað varðar lífskjör hins almenna borgara.
Theódór Norðkvist, 5.7.2022 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.