Mánudagur, 4. júlí 2022
Hlýnun: 0,06 gráður á 40 árum
Meðalhiti lofthjúps jarðar var 0,06 C hærri í nýliðnum júní en nemur meðalhita lofthjúpsins frá 1979, eða í rúm 40 ár.
Hækkun meðalhita á áratug á þessum tíma nemur um rúmlega 0,1 gráðu. Það þýðir að á einni öld hækkar meðalhiti lofthjúpsins um 1 gráðu á Celcíus.
Upplýsingarnar eru á heimasíðu loftslagsvísindamannsins Roy Spencer sem heldur tölfræði yfir breytingar á hitastigi lofthjúpsins.
Mæling á hitastigi lofthjúpsins gefur nákvæmari upplýsingar en mælingar stöðva á jörðu niðri, þar sem ýmislegt hefur áhrif á niðurstöðuna s.s. byggingar og sértækar staðbundnar aðstæður.
Punkturinn er þessi: hækkun á meðalhita jarðar um eina gráðu á einni öld er engin hamfarahlýnun heldur eðlileg náttúruleg þróun.
Jarðsagan geymir upplýsingar um til muna öfgafyllri hitabreytingar en eina á gráðu á öld:
Rannsóknir á borkjörnum úr Grænlandsjökli sýna að veðurfar hefur verið mjög óstöðugt á síðasta jökulskeiði, sem hófst fyrir um 115 þúsund árum og lauk fyrir 11,7 þúsund árum. Á þessu tímabili hlýnaði 25 sinnum mjög snögglega, um 10-15°C í hvert sinn og síðan kólnaði aftur en mun hægar. [...] Mjög athyglisvert er að breytingin frá síðasta jökulskeiði yfir í tiltölulega milt veðurfar, sem markaði upphaf okkar eigin hlýskeiðs (nútíma) fyrir um 11,7 þúsund árum, gerðist á ótrúlega skömmum tíma, eða einungis 3-50 árum, eftir því hvaða breyta er skoðuð. (Undirstrik. pv)
Náttúrulegar sveiflur eru á hitastigi jarðar og hafa verið frá ómunatíð. Harðar staðreyndir um hitastig jarðar, og breytingar s.l. áratugi, staðfesta að náttúran en ekki maðurinn stjórnar hitastiginu.
Athugasemdir
Þetta koma "LOFTSLAGSHLÝNUNARTRÚBOÐARNIR" örugglega til með að reyna að hrekja með öllum mögulegum og ómögulegum "rökum"...........
Jóhann Elíasson, 4.7.2022 kl. 14:19
Því sem Roy Spencer heldur fram verður auðvitað ekki í móti mælt.
Og svo eiga menn bara að hafa vit á því að koma ekki nærri jöklunum þarna suður frá. Italy: Several dead in Alps glacier collapse #Marmolada #avalanche #PuntaRocca #Gletscherabbruch
Hörður Þormar, 4.7.2022 kl. 20:33
Hvað erum við búin að senda marga milljarða króna til Brussel vegna meintrar hlýnunar?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.7.2022 kl. 21:18
Jarðarbúar lifa á jörðu niðri en ekki uppi í lofthjúpnum.
Ómar Ragnarsson, 4.7.2022 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.