Sunnudagur, 26. júní 2022
Víetnam, Írak og Úkraína, lćrdómur ósigra
Stríđ sem vinnast eru ekki ítarlega skilgreind og rćdd (ţótt ţeim sé fagnađ). Stríđ sem tapast eru aftur brotin til mergjar og reynt ađ lćra af mistökunum. Á mínu ćviskeiđi hafa Bandaríkin háđ ţrjú slík stríđ. Í Víetnam, Írak og núna í Úkraínu.
Svona hefst fyrirlestur helsta raunsćismanns í bandarískum utanríkismálum, John Mearsheimer. Fyrirlesturinn var fluttur fyrir ţrem vikum.
Mearsheimer rekur ađdraganda stríđsins sem hófst 24. febrúar. Hann vitnar í heimildir og dregur upp ţá mynd ađ Bandaríkin beri meginábyrgđ međ ţeirri stefnu ađ gera Úkraínu ađ Nató-ríki. Ađ kröfu Bandaríkjanna var gefin út yfirlýsing á leiđtogafundi Nató í Búkarest í Rúmeníu áriđ 2008 um ađ Úkraína og Georgía yrđu Nató-ríki.
Úkraína í Nató ógnar tilvist Rússlands. Í slíkri stöđu eru Rússlandi allar bjargir bannađar, kćmi til ófriđar. Nató er hernađarbandalag, ekki skátafélag eđa saumaklúbbur.
Mearsheimer vísar á bug ţeirri orđrćđu ađ Pútín stefni á fyrri yfirráđ keisara og kommúnista yfir Austur-Evrópu. Aldrei fram til upphafs Úkraínudeilunnar, međ stjórnarbyltingunni 2014, var rćtt um ađ Pútín stefndi ađ útţenslu.
Pútín varđ leiđtogi Rússlands áriđ 2000. Í 14 ár var hann viđ völd og engin merki um yfirráđastefnu gagnvart Austur-Evrópu. Innrásin í Georgíu síđsumars 2008 var bein afleiđing af tilraunum ađ gera Georgíu ađ Nató-ríki. Allir međ sćmilega dómgreind máttu vita ađ sama meginlögmál, séđ frá sjónarhóli Rússa, gilti um Úkraínu og Georgíu. En vestriđ, međ Bandaríkin i forystu, taldi enga ástćđu ađ taka mark á viđvörun Kremlar.
Mearsheimer er ekki bjartsýnn á friđarsamninga, telur ađ stríđiđ geti varađ í mánuđi eđa ár. Hćttan á stigmögnun er yfirvofandi, ađ Nató-ríki dragist inn í átökin og kjarnorkuvopnum verđi beitt.
Úkraínustríđiđ er skelfilegt stórslys, segir Mearsheimer. Sagan mun dćma Bandaríkin og fylgiríki hart fyrir fádćma heimskulega utanríkisstefnu.
Rússar ná tökum á Severódónetsk | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Enn og aftur reynir Páll Vilhjálmsson ađ leggja fram yfirvegađa söguskýringu á raunverulegum ástćđum hernađarins í Úkraníu og nú međ tilvitnun í erindi bandaríks prófessors frá Chicago, sem ég vona ađ nái athygli einhverra ţess stóra hóps ágćtra borgara, sem hreinlega vagga sér líkt og í vímu viđ stríđstrumbuslátt hermangara og valdamikla erindreka ţeirra sem ţví miđur má jafnvel finna í okkar ćđstu embćttum - án ţess ađ fjölyrđa meira um ţá skođun mína.
Jónatan Karlsson, 26.6.2022 kl. 11:24
Ţađ virđist hafa fariđ framhjá síđuhafa ađ stríđiđ í Úkraínu stendur enn yfir. Stríđ getur ekki veriđ tapađ fyrr en ţví er lokiđ.
Theódór Norđkvist, 26.6.2022 kl. 17:14
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.