Fimmtudagur, 23. júní 2022
Heppileg kreppa
Hækkandi vextir hægja á hagkerfinu sem er á fullum dampi. Atvinnuleysi er við 4%. Verðbólgan er að hluta til innflutt en að öðru leyti sökum þenslu á fasteignamarkaði - sem aftur er afleiðing ósjálfbærs hagvaxtar.
Í haust eru kjarasamningar lausir. Alltaf er betra að semja þegar slær í bakseglin. Í bullandi þenslu eru væntingar óraunhæfar.
Íslendingar ferðast til útlanda eins og enginn sé morgundagurinn, skuldlitlir og áhyggjulausir. Eftir huggulegt sumar taka við verkefni haustsins, sem er að leggja línurnar í kjaramálum þjóðarinnar.
Vonandi helst kreppan nokkra mánuði enn. Raunsæi fylgir þegar mittisólina þarf að herða eilítið.
Þróttur í íslensku hagkerfi þó útlitið sé svart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.