Fimmtudagur, 16. júní 2022
Hvað er kona? Hvað er vitsmunavera?
Sumarsmellur heimildamynda er Hvað er kona? Jú, það er flókið mál að skilgreina það sem eitt sinn voru sannindi öllum kunn. Áður en menningarmarxisminn kenndi okkur að kona sé hver sá sem segist vera kona. Karl getur orðið kona með yfirlýsingunni einni saman. Orð sem áður hafði merkingu verður innihaldslaust.
Ef kona er orðið óljóst hugtak er skammt í að vafi leiki á skilgreiningu tegundarinnar, homo sapiens. Samkvæmt viðtengdri frétt segist hugbúnaðarverkfræðingur hjá Google hafa búið til vitsmunaveru, forrit með mennska greind.
Forrit og menningarmarxismi eiga það sameiginlegt að vera mennsk afurð. Maðurinn sjálfur, tegundin, er aftur ekki mennsk afurð í sama skilningi. Samkvæmt viðurkenndri líffræði, fyrir daga menningarmarxisma, er maðurinn afurð þróunar. Darwin útskýrði samhengið um miðja 19. öld. Þar áður notuðu menn trúarskilgreiningar.
Þegar það er á huldu hvað ofureðlilegt fyrirbæri eins kona sé verður vafa undirorpið hvað hinn viti borni maður sé fyrir nokkuð. Og höfum við forrit sem er ,,eins og maður" er nærtæk ályktun að maðurinn sé í reynd ekkert annað en hlutur, sem má farga að vild.
Menningarmarxismi, stundum kallaður ,,woke", er fyrirbæri sem þarf að kveða í kútinn. Áður en það er um seinan.
Athugasemdir
Svo finnst fólki fáránlegt að Putin líki sér við Pétur mikla. Hefði haldið að a grundvelli jafnræðis væru napoleon's komplexar jafn réttháir og kynvitund.
Ragnhildur Kolka, 16.6.2022 kl. 10:35
Mannkynið þarf virkilega að snúa á þetta lið og byrja strax,þar erum við vel mönnuð eins og sést þegar eyða þarf röngunni.Engin tvö hér fara betur með stílvopnið þegar mikið liggur við.
Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2022 kl. 14:48
Og hvað með dýrin, geta þau líka verið X?
Getur maður verið viss að hrútur sé hrútur og ekki rolla eða kannski X?
Richard Þorlákur Úlfarsson, 16.6.2022 kl. 16:26
Þetta hefur auðvita ekkert að gera með marxisma félagi Páll, eins og þú veist. Eiginlega þvert á móti. Mrxistar eru oftast íhaldsamir og frekar leiðinlegir. Lifi fjalldrapinn.
Ásgeir Rúnar Helgason, 16.6.2022 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.