Ál og fiskur, ánægja og öfund

Besta árið í sögu áliðnaðar er frétt sem vekur ánægju. Sambærilegar fréttir af góðri afkomu fiskveiða vekja ólund og öfund.

Almannagæði eru nýtt til álframleiðslu, orka fallvatnanna. Önnur almannagæði eru nytjuð af sjávarútvegi, fiskimiðin.

Hvers vegna veldur góð afkoma í einni grein ánægju en ólundin er ríkjandi vegna betra gengis annarrar atvinnugreinar?

Hefur það eitthvað með pólitík að gera?


mbl.is Spáir besta ári frá upphafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Álgróðinn skilar sér að hluta í gegnum Landsvirkjun en veiðigjöldin eru of lág..

Guðmundur Böðvarsson, 3.6.2022 kl. 11:12

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sjávarútvegurinn er þröskuldur á vegi alþjóðasinna á meðan álið er nú þegar alþjóðlegt. 

Ragnhildur Kolka, 3.6.2022 kl. 13:17

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt! En hugsa sér hvað mér verður oft á þegar ég gleymi miðjuheiti sjúkdóms og er spurð hvað amar að systur minni; "Hún er með fjölþjóðagigt"

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2022 kl. 14:32

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er mjög undarlegur málflutingur hjá Indriða fyrrum ríkisskattstjóra að reyna rökstyðja hærri veiðigjöld með því kvótinn sé að mestu í eigu örfárra "fjölskyldna". Greinilega verið að ýja að því að reksturinn sé í Mafíu stíl
 

Grímur Kjartansson, 3.6.2022 kl. 21:49

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Virðisaukinn inn í þjóðarbúið er meira en tvöfalt meiri í sjávarútvegi og ferðaþjónustu en af álframleiðslunni. Því veldur eignarhaldið á fyrirtækjunum. 

Alcoa er til dæmis með í orkusamningi að þurfa aldrei að borga tekjuskatt hér á landi þrátt fyrir tugmilljarða gróða. 

Ómar Ragnarsson, 3.6.2022 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband