Hægri-Framsókn eða vinstri?

Án þess að nokkur tók eftir er Framsóknarflokkurinn orðinn hinn turninn í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn fylgir eftir sigrum á alþingskosningum á landvísu og styrkir sig í sveitarstjórnarkosningum, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins er spriklandi af ungu fólki. 

Enn á eftir að greina hvaða þættir það eru í þjóðlífinu sem valda fylgisaukningu flokksins er til skamms tíma var nánast hreinn landsbyggðarflokkur. Framsókn hefur löngum verið hugmyndafræðilega hlutlaus og ekki eru á yfirborðinu nein merki um að það sé breytt.

Framsókn mun því með verkum sínum fremur en orðræðu skilgreina sig á pólitíska litrófinu. Fyrsta verkefnið eftir kosningar er myndun meirihluta. 

Hvort mun Framsókn fremur kjósa að vinna til hægri eða vinstri?

Þar liggur efinn.


mbl.is Yngsti borgarfulltrúinn: „Þetta er ákall um breytingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fengu ófá atkvæði út á

"Er ekki kominn tími á breytingar?"

Svo er Borgarlínan ósköp þreytt þegar götur og gangstéttir eru aldrei sópaðar

Grímur Kjartansson, 15.5.2022 kl. 11:15

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Skuldar ekki Reykjavíkurborg nú þegar 4 milljarða? 

Eru borgarbúar tilbúnir að taka 200 milljaðra króna lán fyrir þessa borgarlínu?

Væri ríkið tilbúið að fá það lán í fangið á sér

ef að borgin yrði gjaldþrota vegna þess ævintýris?  

Jón Þórhallsson, 15.5.2022 kl. 12:37

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef Framsókn fer með Degi í að endurnýja vinstriflokkana og hann sem borgarstjóra munu framsóknarmenn tæplega halda áfram að stækka. Það er komin greinileg þreyta í það mynstur. Ef þeir krefjast borgarstjórastólsins og vinna með Sjálfstæðisflokknum er mögulegt að þeir stimpli sig inn sem gamli góði Framsóknarflokkurinn, partur af framsóknaríhaldinu, en stundum hækja komma og krataflokka. Sem hluti af fjórflokknum var Framsókn þetta sterka afl sem þeir koma núna inn sem, frekar til hægri en vinstri, aðeins til vinstri til að halda völdum, en sannfæringin meira með borgaraöflunum.

Annars eru þessar niðurstöður eiginlega ákall um gamla tíma. Samfylking, (Alþýðuflokkurinn), Sjálfstæðisflokkur og Framsókn koma sterk út. Sjálfstæðisflokkurinn í brotum í öðrum flokkum, en Vinstri grænir (Alþýðubandalagið) langmest í brotum í öðrum flokkum.

Ætti Framsókn ekki að hamra járnið á meðan það er heitt og reyna reka af sér algerlega slyðruorð fortíðarinnar um engar hugsjónir og stefnuleysi?

Þegar Sigmundur Davíð var formaður þá minnti það á tímana þegar Jónas frá Hriflu tók afgerandi forystu í þjóðmálunum. Kannski Sigurður Ingi og Einar Þorsteinsson þróist í þá sömu átt, farsælir en umdeildir, sterkir leiðtogar.

Ingólfur Sigurðsson, 15.5.2022 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband