Mánudagur, 2. maí 2022
Blaðamenn sem hóta málssókn
Blaðamenn, bæði á Fróni og erlendis, verða stundum fyrir hótunum um málssókn eða fá á sig stefnu vegna vinnu sinnar. Í frétt mbl.is er fyrirbærið útskýrt:
Svokallaðar Slapp-málsóknir (e. Strategic Lawsuits Against Public Participation), sem eru skipulagðar málsóknir gegn þátttöku almennings, eru oft styrktar af auðugum einstaklingum eða stórfyrirtækjum til að þagga niður gagnrýnisraddir í samfélaginu.
Blaðamenn ættu að fagna ef skorður eru reistar við ritskoðunartilburðum með slapp-málssóknum.
En sumir blaðamenn eru þannig innréttaðir að þeim finnst við hæfi að hóta málssókn þegar aðrir, t.d. tilfallandi bloggarar, segja frásögn sem blaðamenn vilja ekki að almenningur heyri.
Blaðamenn með þöggunartilburði hafa gefist upp á umræðunni og leita til dómstóla að rétta hlut sinn. Töpuð umræða breytist ekki í sigur með dómsmáli til þöggunar.
Athugasemdir
Ekki mæðir öll vinna menn,en sumar gera þá slappa.
Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2022 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.