Sunnudagur, 1. maí 2022
Hættulegar konur fá haturspóst
Rithöfundurinn J.K. Rowling skipulagði fund nokkurra hættulegra kvenna sem reglulega fá hatursfull skilaboð um að vera óalandi og óferjandi í mannlegu samfélagi. Blaðamaðurinn Suzanne Moore skrifaði fundargerð.
Hver er glæpur kvennanna? Hvers vegna eru þær hundeltar með hatursorðræðu? Jú, þær andmæla innreið karla í kvennarými undir formerkjum trans. More skrifar: kyn skiptir máli. Konur skipta máli. Kvennarými skipta máli. Kvennaíþróttir skipta máli.
Tvær kvennanna á fundinum, Maya Forstater og Kathleen Stock, hafa komið við tilfallandi sögu. Báðar misstu þær vinnuna fyrir að viðra þá skoðun að kyn er líffræðileg staðreynd, ekki hugarfóstur. Glæpurinn var ekki stærri.
Önnur kona, Abigail Shrier, bandarískur blaðamaður, hefur getið sér orð fyrir sömu sjónarmið og bresku konurnar.
Þeir sem hafa áhuga á trans-umræðunni ættu að slá upp sjónarmiðum og skoðunum hættulegu kvennanna. En svo má ábyggilega sleppa því og einfaldlega krefjast þess að hengja á hæsta gálga þann sem vogar sér að segja kynin tvö og að líffræði en ekki hugarfar ráði hver sé hvort kyn.
Athugasemdir
Það ætti að duga flestu fólki, að þegar einhver bendir á rangsnúning Marxista, vaða þeir í viðkomandi með persónuárásum enda hafa þeir engan málefnagrunn.
Guðjón E. Hreinberg, 1.5.2022 kl. 17:49
Kyniin eru tvö, það er undantekningalítið. Til eru örfá lögmæt tilfelli um að börn fæðist með einhverja mynd af báðum kynfærum, það er ekki sérkyn. Enginn í þessum þrýstihópum hefur þennan fæðingagalla. Ef einhverjum finnst að hann sé eitthvað annað, þá gott og vel. Það er fantasía þeirra, en ekki lífræðileg staðreynd. Þeir mega að sjálfsögðu hafa þá sannfæringu. Að ætlast til að líffræðinn verði breytt á þeim grunni er einhverskonar sturlun. Að breyta lögum, setja hömlur á málfrelsi eða skylda fólk að afneita raunveruleikanum á þessum grunni er vitfirring. Kúgun andlega jafnvægislauss minnihluta upp á 0.001% fólks.
Fólk má upplifa sig á hvern þann máta sem það vill, en það eru prívat tiktúrur, sem ekki varða neinn annan.
Ég á enn eftir að heyra um hvað þessi réttindabarátta snýst. Hver kúgunin og misréttið er. Hvernig viðkomandi örminnihluti hafi skertan rétt samanborið við aðra. Kannski við fáum pistil frá einhverju fórnarlambinu hér til að útskýra þetta. Það væri þakkarvert.
Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2022 kl. 18:12
Ég man eftir því þegar ég starfaði með Sambandi ungra sjálfstæðismanna fyrir margt löngu, þegar við ákváðum að taka feminisma alvarlega, setja kraft í baráttuna fyrir réttindum kvenna. Barátta sem var þá, og nú, mikilvæg og nauðsynleg og við sáum fyrir okkur að með tíð og tíma næðist árangur. Þetta var upp úr 1990. En nú má varla lengur nefna orðið "kona". Því valda karlmenn með brenglaða sjálfsmynd. Er ekki kominn tími til að endurvekja alvöru kvennabaráttu? Er ekki transbullið allt saman meira og minna andóf gegn feminisma?
Þorsteinn Siglaugsson, 1.5.2022 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.