Rasismi og ósjálfráður þjófnaður

Þjófnaður á gömlu listaverki er réttlættur með þeim orðum að verkið sé rasískt. Rökstuðningur gerenda er svohljóðandi:

Sú hug­mynda­fræði heit­ir ras­ismi og á sér djúp­stæðar, menn­ing­ar­leg­ar og kerf­is­læg­ar ræt­ur. Þegar at­höfn, orði eða verki er lýst sem rasísku er því ekki sjálf­krafa átt við að þar að baki búi meðvitaður rasísk­ur ásetn­ing­ur ein­stak­lings.

Þarna er sagt að við séum rasistar án þess að vita af því. Okkur er ekki sjálfrátt, við erum fangar hugmyndafræði.

Ef manninum er ekki sjálfrátt er tómt mál að tala um frjálsan vilja. En rétt eða röng breytni er óhugsandi án frjáls vilja. Það er ekki til neitt rétt eða rangt, bara hugmyndafræði. Niðurstaða: maðurinn er ekki ábyrgur gerða sinna.

Sniðug málsvörn í þjófnaðarmáli.

Ætli málsvörnin gildi líka í byrlun og gagnastuldi?


mbl.is Skora á lögreglu að skila verkinu óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Sviðsljósið heillar - Þær fengu sína 15 mínútna frægð og nú ætla þær að teygja þær upp í klukkutíma. 

Ragnhildur Kolka, 28.4.2022 kl. 09:58

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Að segja að allir séu rasistar, eins og sumir sögðu í Silfrinu síðast, er það ekki að réttlæta og "normalísera" rasismann, eða venjugera hann, eins og rétt er að þýða það orð?

Þessar öfgamanneskjur titla sig listakonur til að réttlæta gjörninginn.

Ef allir eru rasistar, þá er það normið, sem ekki er hægt að sigra. Þetta er málflutningur þeirra sem styðja uppreisnarkonurnar.

Það er búið að vekja athygli á upprunalega verkinu og upphefja það á stall - með því að gagnrýna það og níða. Auk þess er búið að vekja athygli á því að rasískur tónn sé kannski í allri menningu og list, sé vel að gætt.

Næsta skref þessara ungu listakvenna hlýtur að vera að búa til alvöru rasíska list með ásetningi, og rökstyðja það einhvernveginn.

Af hverju er annars verið að vekja athygli á þessu og finna rasisma þar sem hann kannski ekki var upphaflega?

Ingólfur Sigurðsson, 28.4.2022 kl. 12:42

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þær eru augljóslega úrkynjaðar, og þurfa í geðrannsókn.  Svo skulu þær lagerast í steininum eins lengi og lög leyfa.  Annars verður hægt að réttlæta hvaða skemmdarverk sem er með þessari vitleysu.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.4.2022 kl. 15:51

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Klaustur kvinnan varð fræg heilan vetur stal þó engu sem hönd á festir.Sumar hrífast af þingmönnum í kippnum.

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2022 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband