Úkraína fallbyssufóður Nató

Stríðið í Úkraínu þjónar þeim tilgangi að veikja rússneska herinn, segir Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Ekki þvælast háleitar hugmyndir um frelsi, mannúð og mildi fyrir þeim bandaríska.

Bandaríkin og Nató vilja að Úkraína fórni lífi þegna sinna og taki á sig eyðileggingu eigna og innviða til að rússneski herinn verði fyrir skaða. Hvað ætli Selenskí forseti og bakhjarlar hans fái í staðinn?

Sumir á vesturlöndum taka annan pól í hæðina. Þýskir menntamenn, listamenn og álitsgjafar skrifuðu kanslara landsins Olaf Scholz opið bréf. Þar er Scholz hvattur til að senda ekki hergögn til Úkraínu. Hergögn valda dauða og tortímingu.

Þýsk mennska. Um bandarísku afstöðuna er best að hafa sem fæst orð. 


mbl.is Vill sjá rússneska herinn veikjast verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Það hefur komið í ljós að vesturlönd hafa engan áhuga á friði í Úkraínu. Það lítur út fyrir að þeir hafi lagt gidru fyrir Rússa með að gefa grænt ljós á innrás en taka svo að sér að fóðra stríðið til að fórna eins mörgum mannslífum  beggja aðila eins og hægt er. Meiningin var sem sagt að ráðast á Rússa frá öllum hliðum án beinnar þátttöku. Þetta er sennilega besta leiðin til að starta 3ju heimstyrjöld. Það er full ástæða til að hræðast vesturlönd sem mölbrjóta mannréttindi þegna sinna, stunda eineltistilburði og telja sig alheimslöggu sem allir eiga að hneigja sig og beygja fyrir.

Kristinn Bjarnason, 26.4.2022 kl. 07:20

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bíddu við Páll, var það NATO sem réðist inn í Úkraínu?  Hefðu nú hlutina í réttu samhengi!

Það voru Rússar sem réðust inn í Úkraínu, það eru Rússar sem eru að murka lífið úr saklausum borgurum þar, jafnt ungbörnum sem gamalmennum og allt þar á milli. Að veikja herlið Rússa er auðvitað eina leiðin til að forða frekari mannfórnum! Eina leiðin til að koma innrásarliðu Rússa burtu út úr fullvalda ríki og til síns heima!

Fylgispekt sumra við kommúnista einræðisherrann  er hreint út sagt undarleg, svo ekki sé meira sagt. Þar er allt fundið til til að verja þennan mann, lygar teknar hráar og sannleikanum snúið á haus!!

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2022 kl. 07:46

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er með ólíkindum hve margir láta eins og stríðið í Úkraínu hafi hafist 24. febrúar. Stríð sem staðið hefur í 8 ár. þeir hinir sömu kippa sér ekkert upp við að Vesturlönd moki vopnum inn í landið sem aðeins miða að því að sem flestir almennir borgarar látist eða limlestist. BNAstjórn hefur nú þegar veitt $3.2 milljörðum dollara í stríðsreksturinn þarna og þá er ótalin þau hergögn sem Kanada, Bretland, Ástralía og ESB dæla inn í landið.  Zelensky segir þó aldrei nóg gert. Hetjan sem er tilbúin að fórna þjóð sinni á altari alþjóðahyggjunnar.

En Austin kom upp um plottið. Það tók enginn mark á Biden þegar hann sagði þetta sama um daginn, en nú er það opinbert og þá líka hvernig áróðurinn fyrir virkri þátttöku UK,USA,Póllands er að skila sér. Áróðurs spjöld hylja veggi í London og Varsjá,kröfugöngur gengnar og nú eru það hið "friðelskandi" vinstri sem hefur slegist í lið með íhaldinu hans Borisar. Þar og í DC eru málsmetandimenn farnir að tala um að nú dugi vopn ekki lengu, það þurfi "klossa á völlinn" (bloots on the ground). Þegar Zelensky gerði sig líklegan til að semja um frið í lok mars gripu stórveldin í taumana og nú treður hann slóð yfirboðara sinna.

Þjóðverjar átta sig á að verið er að mæla fyrir Þriðju heimstyrjöldinni og draga lappirnar. Styrjöld sem enginn sér fyrir hvert leiðir, þótt Austin telji að nú sé Rússneski herinn nægilega bæklaður til að tryggja Vesturlöndum sigur. En hér heima þvarga menn um sölu á Íslandsbanka eins og ekkert annað skipti máli. Allra síst yfirvofandi kjarnorkustríð.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2022 kl. 12:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Saklausir borgarar verða þvi miður óhjákvæmilega alltaf fyrir skaða ef ekki dauða,þegar stríð brjótast út.Það er vist liðin tíð að lönd lýsi yfir stríði á annað.En vesturlöndum er mikið í mun að vinna almenningsálitið og reikna með að Rússum bresti þolinmæðin fljótlega,drífa sig því að nýta meistara þekkingu sína í blekkingum og allir sjá hvað Biden gengur til í upphafi átaka,svo sýnilegt að fávís greinir ógnina í hásum forseta BNA,eins og hann væri kominn þarna sjálfur (með Nato tilbúið) til að ógna og espa Rússa til átaka..skjótiði!!!!  

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2022 kl. 13:04

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fjölgar kommúnistunum í athugasemdum hér!

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2022 kl. 14:28

6 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er gott og blessað að borgararnir hafi mismunandi skoðanir á mönnum og málefnum, en þróun mannréttinda í öfugum takti við sífellt örari tækni-framfarir virðast því miður blasa við.

Áróður og heilaþvottur er ekki nýr af nálinni, en öfgafullar skoðanaþvinganir, samfara heftu málfrelsi og ritskoðun er því miður að komast á líkar slóðir og þær sem kenndar hafa verið við hörmulegustu öfgastefnur síðustu aldar.

Verst þykir mér að þeir kjörnu fulltrúar, sem kosnir eru til að gæta hagsmuna kjósenda sinna, skuldbindi mig aftur og ítrekað til að taka virka afstöðu í völdum stríðsátökum, en loka síðan augunum fyrir öðrum - án þess að ég reyni að telja upp dæmi um ósóman.

Jónatan Karlsson, 26.4.2022 kl. 15:46

7 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Já, dásamlegt var frelsið, mannúðin og mildin sem íbúarnir fengu að njóta í NA Úkraínu meðan hún var á valdi rússneskra hersveita.

Hólmgeir Guðmundsson, 26.4.2022 kl. 19:13

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Rússland ræðst inn í nágrannaland og sprengir þar heilu og hálfu borgirnar aftur á steinöld. Bloggarar á Íslandi kenna NATO um.

You can't make this sh*t up.

Theódór Norðkvist, 26.4.2022 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband